Iðjuþjálfinn - 2022, Qupperneq 28

Iðjuþjálfinn - 2022, Qupperneq 28
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa28 Ég útskrifaðist vorið 2014 og þá voru fá störf í boði svo ég ákvað að vinna ekki sem iðjuþjálfi í einn vetur og nýta tímann í að horfa í kringum mig eftir störfum við mitt hæfi. Haustið 2015 var ég ráðin inn sem iðjuþjálfi á leikskólann Lundarsel á Akureyri. Áður hafði enginn iðjuþjálfi starfað á Lundarseli og vissi ég lítið út í hvað ég var að fara – en að stökkva í djúpu laugina og að hugsa sem minnst virkar oft best! Ég byrjaði á yngstu deild skólans þar sem ég starfaði sem almennur kennari en gat samt nýtt mína þekkingu í starfinu. Það var leitað til mín varðandi ýmislegt og ég hélt til dæmis fyrirlestur á starfsmannafundi um vinnuvistfræði. Árin 2016–2018 var ég stuðningur inn á deild með einu til tveimur börnum þar sem ég fylgdi þeim eftir og sá um námskrána þeirra, hélt utan um foreldrasamskipti og allt sem þurfti að fylgja eftir. Árið 2020 byrjaði ég í sérkennsluteymi leikskólans. Það teymi samanstendur af sérkennslustjóra, iðjuþjálfa og þremur leikskólakennurum. Starfið breyttist til hins betra við þessa þróun. Teymið vinnur saman sem ein heild yfir allan skólann og skiptist á að sinna kennslu barna með sérþarfir. Kennslan felur í sér einstaklingsmiðaða nálgun fyrir hvert og eitt barn Hlutverk iðjuþjálfa í leikskólum og við mætum þeim þar sem þau standa hverju sinni. Teymið sinnir málörvun, félagsfærniþjálfun, gróf- og fínhreyfiþjálfun sem og vitsmunalegri þjálfun. Þá fyllum við út matslista t.d. fyrir skóladeild Akureyrarbæjar eða Ráðgjafar- og greiningarstöðina ef börn þurfa að fara í frekara mat. Þá höfum Þórunn Sif Héðinsdóttir iðjuþjálfi á Lundarseli Útibingó þar sem unnið er með nærumhverfi barnanna. Farið er í göngutúr og hlutirnir á bingóspjaldinu eru fundnir. Við keyptum spil á leikskólann og bættum verkefnum við. Hér er unnið með samstöfur orða, fyrsta staf í dýraheiti og að lokum mynstur í fatnaði. Kynning:

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.