Iðjuþjálfinn - 2022, Síða 29

Iðjuþjálfinn - 2022, Síða 29
1. tölublað 202229 við búið til alls konar námsefni fyrir leikskólann sem bæði teymið og deildirnar nota í sinni daglegu vinnu. Að fylgjast með framförum og þroska barnanna er það sem hefur gefið mér hvað mest í vinnunni. Foreldrasamstarfið er stór hluti af teymisvinnunni og að finna fyrir því að foreldrar treysti okkur fyrir barninu sínu á hverjum degi er ómetanlegt. Stundum er vinnan svo náin að við erum orðin hluti af fjölskyldunni og okkur finnst við eiga smá í barninu. Þverfagleg samvinna er gríðarlega mikilvæg í teym- isstarfinu og kemur sér vel að hafa mismunandi náms- bakgrunn og þekkingu. Þá er margs konar endurmenntun í boði fyrir leikskólastarfs- fólk og hef ég t.d. farið á réttindanámskeið í TEACCH kennsluaðferðinni, Íslenska málhljóðamælinum, Íslenska þroskalistanum, PECS, TRAS og CAT-kassanum. Þá eru námskeið í boði þar sem hægt er að dýpka þekkingu sína á því námsefni og stefnu sem skólinn notar í starfi sínu, t.d. Lubbi finnur málbein, Leikur að læra og SMT-skólafærni. Að fá tækifæri og traust til þess að byggja upp starf iðjuþjálfa á Lundarseli er ómetanleg reynsla sem mun fylgja mér alla tíð og stjórnendum leikskólans færi ég bestu þakkir fyrir þetta traust. Þá vil ég hvetja iðjuþjálfa, nýja sem gamla, að sækja um starf á leikskólum því okkar reynsla, menntun og þekking getur svo sannarlega nýst á þessum starfsvettvangi. Undanfarin ár hefur sérkennsluteymið málað útisvæði leikskólans og er það nýtt mikið á sumrin í útikennslu. Þar er unnið með bókstafi, tölustafi og hreyfingu. Leikur að læra stund. Telja dýr og setja á rétta tölu. Einstaklingsvinnustund. Hér er unnið með skynjun og tölur þar sem barnið veiðir frauðtölustafi upp úr hrísgrjónum og setur á réttan stað. Myndrænt skipulag í fata- herbergi. Barnið sér hvernig veðrið er úti og hvaða föt það á að fara í, í réttri röð.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.