Iðjuþjálfinn - 2022, Page 35

Iðjuþjálfinn - 2022, Page 35
1. tölublað 202235 Mastersverkefni til prófs í dans- og hreyfimeðferðarfræði, ágúst 2020. Birt veggspjald á Vísindi að hausti, sept. 2020, ráðstefna LSH, og veggspjald og vinnustofa á Compassion and Inclusion in Art Therapy, 21. ráðstefna listmeðferðarfræðinga á Norðurlöndum, Svíþjóð 2021. Dans- og hreyfimeðferð fyrir félagslega heilsu á Íslandi, tillaga að meðferðaráætlun Einmanaleiki og félagskvíði eru þekkt vandamál sem fylgja oft öðrum röskunum innan geðheilbrigðiskerfisins en 12% íslendinga og tæpur helmingur allra 75% örorkulífeyris- þega þjáist af geðröskun1, þ.a.l. um 5% þeirra félagskvíðinn. Margt bendir til þess að meðferð í hópi gagnist hvað best þar sem félagsfælnin er afhjúpuð í öruggu umhverfi2. Vegna líkamlegra skynjana sem fylgja vandanum gæti dans- og hreyfimeðferð reynst vel3. Innblástur verkefnisins var að: • styðja nýsköpun í geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi • veita félagslegum þörfum byr undir báða vængi • veita félags- og tilfinningaþörfum í eiginlegri og óeigin legri hreyfingu athygli Rafræn könnun var lögð fyrir notendur samfé- lagslegra geð úrræða um eftirfarandi atriði: • mæld félagsfælni • vilji til að taka þátt í dans- og hreyfimeðferð • áskoranir við þátttöku • væntingar um meðferðarmarkmið til að vinna með Alls höfðu 36 þátttakendur nýtt sér samfélagsleg geðúrræði, þar af 26 konur (72,2%) og 10 karlar (27,8%). Af öllum þátt- takendum höfðu 19 konur áhuga á að taka þátt í dans- og hreyfimeðferð (52,8%) og 6 karlar (16,7%). Þátttakendur nefndu atriði tengd félagsfælni, tjáningu, kvíða, trausti, og sjálfsáliti þegar spurðir út í áskoranir sem þeir teldu fylgja dans- og hreyfimeðferð, og þegar spurðir út í markmið sem þeir myndu vilja vinna með í meðferðinni kaus helmingur eða fleiri sjálfsmynd, sjálfstraust, félagsfærni, og tjáningu. Mæld félagsfælni hafði ekki forspárgildi um hvort þátttak- andi játti því að taka þátt í dans- og hreyfimeðferð eða ekki (p=0,824). Fimm tíma meðferðaráætlun var sniðin með félagskvíða og væntingar þátttakenda í huga, auk þess sem snert var á íslenskum dansmenningararfi. Anna Dúa Kristjánsdóttir M.A.a,b Prof. Dr. Elizabeth Manders BC-DMTb Rafn Haraldur Rafnsson M.Sc.a aGeðsviði Landspítala, bSRH háskólanum Heidelberg, Þýskalandi. annadua90@gmail.com Kynning:

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.