Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 41
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa41
Námskeiðshaldarar eru Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir
iðjuþjálfi með MA í öldrunarfræðum og Sigrún Jónsdóttir
ADHD- og einhverfumarkþjálfi og einnig þroskaþjálfi. Þær
eru báðar með starfstofur sínar í fallegu umhverfi St. Jó sem
bera heitin: Heimastyrkur og Míró, markþjálfun og ráðgjöf. Í
störfum sínum með börnum, ungu fólki og fullorðnum hafa
þær mætt mörgum einstaklingum sem eru með greiningu
eða grun um að vera á einhverfurófinu. Mörg þeirra eru með
lítið sjálfstraust, eiga erfitt með að ráða við athafnir hvers-
dagsins, eru lituð af brotnum samskiptum við fjölskyldu og
vini og hefur gengið illa að feta sig í námi eða vinnu. Þessi
reynsla hefur skapað ákveðinn vítahring sem margir eiga
erfitt að komast út úr án ráðgjafar og stuðnings við daglega
iðju og samskipti.
Uppsetning á námskeiðinu
Með sína ólíku sérfræðiþekkingu ákváðu Guðrún og Sigrún
að sameina krafta sína og útbjuggu sjálfstyrkingarnámskeiðið
Vöxtur og vegferð sem hefur það markmið að veita þátttak-
endum sem eru 16 ára og eldri skilning á líðan sinni og færni
við ýmsa iðju, tengt m.a. að sinna sjálfum sér, heimilishaldi,
fjölskyldu og félagslegri þátttöku, námi og vinnu eftir því
sem við á. Fræðslan fjallar m.a. um stýrifærni heilans, skynjun
líkamans og skynúrvinnslu, félagslegan þroska og samskipti,
greindarsviðin, áhugamál og jafnvægi í daglegri iðju. Auk þess
eru upplýsingar veittar um gagnlegar aðferðir til að takast
á við þann iðjuvanda sem getur átt sér stað og til að bæta
líðan og heilsu. Unnið er út frá hugmyndafræði valdeflingar og
boðið upp á verkefni sem styðja við skilning á eigin aðstæðum
og persónulegan vöxt, auk þess sem kostur gefst á að setja sér
markmið í lok námskeiðs sem styður við vegferð þeirra í lífinu.
Guðrún Jóhanna Hallgrímsdóttir
iðjuþjálfi með MA í öldrunarfræðum
Sigrún Jónsdóttir
ADHD- og einhverfumarkþjálfi
og þroskaþjálfi
Mikill jafningjastuðningur
Umræður tímanna ýta undir jafningjafræðslu meðal þátttak-
enda og reynast oft mörgum mikill stuðningur. Námskeiðið
fer fram sem bæði stað- og fjarnámskeið þar sem áhugi hefur
kviknað gagnvart námskeiðinu víða um land og mikilvægt að
búseta sé ekki hindrun. Mikil ánægja er meðal þátttakenda á
námskeiðinu almennt, sem endurspeglast í námskeiðskönnun
sem er lögð fyrir í lokin. Þar kemur fram að þeim finnst mik-
ilvægt að geta deilt eigin reynslu, þeim líður vel í tímunum
og upplifa fræðsluna gagnlega. Fyrirhugað er að útbúa
framhaldsnámskeið og fræðslukvöld fyrir aðstandendur þar
sem mörg þeirra upplifa skort á skilningi frá aðstandendum
gagnvart þeirra áskorunum í daglegri iðju, heilsufari og líðan
á fullorðinsárum.
Guðrún er iðjuþjálfi með norrænt MA í öldrunarfræðum
(NordMaG) og stofnandi Iðjuþjálfun Heimastyrkur þar sem
hún veitir ráðgjöf, þjónustu og endurhæfingu, www.heima-
styrkur.is Einnig veitir hún fjarheilbrigðisþjónustu á skjá fyrir
þá sem eru búsettir úti á landi gegnum öruggan fjarfunda-
búnað auk ráðgjafar og þjónustu fyrir fyrirtæki, sveitarfélög
og félagasamtök.
Í Lífsgæðasetrinu St. Jó í Hafnarfirði fer fram sjálfstyrkingar -
námskeiðið Vöxtur og vegferð sem er fyrir fólk með greiningu
eða grun um að vera á einhverfurófinu.
Kynning:
Vöxtur og vegferð