Iðjuþjálfinn - 2022, Page 44
1. tölublað 202244
Lögð er áhersla á að nýta styrkleika og mannauðinn í nærsam-
félaginu. Hjá StarfA eru tveir ráðgjafar – auk mín er Íris Lind
Sævarsdóttir og fjöldi verktaka en án þeirra væri ekki StarfA.
Flestir hafa verið með til fjölda ára. Starfsstöðvarnar eru tvær;
á Reyðarfirði og á Egilsstöðum.
Markmið StarfA er að veita fyrirmyndarþjónustu á sviði
starfsendurhæfingar á Austurlandi. StarfA leggur mikla
áherslu á að skapa jákvætt, glaðlegt, hlýlegt og hvetjandi við-
mót/andrúmsloft.
Þjónustuúrræði
Starfsendurhæfing Austurlands býður upp á einstaklings- og
hópúrræði. Boðið er upp á mismunandi endurhæfingarleiðir,
s.s. mat á stöðu og atvinnutengda einstaklingsmiðaða endur-
hæfingu og fjölbreytt stök úrræði.
Endurhæfingin miðar að því að þátttakandinn fari í vinnu
og/eða nám til að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Lengd
endurhæfingar ræðst af þörf hvers og eins í samráði við Virk
Starfsendurhæfingarsjóð/ráðgjafa og annað fagfólk.
Þátttakandinn getur tekið þátt á vinnumarkaði hvenær sem er
í ferlinu samhliða endurhæfingu og/eða námi þegar hann er
tilbúinn til og hvattur til þess.
Leitast er við að mæta einstaklingnum þar sem hann er
staddur og meta reglulega framvindu og endurhæfingarþörf
í samráði við þátttakandann sjálfan og annað fagfólk sem
kemur að endurhæfingu viðkomandi.
Hlutverk ráðgjafa er að sinna stuðningi og eftirfylgd með
framvindu endurhæfingar. Aðstoða þátttakandann við að
koma auga á lausnir og efla þátttakandann í að ná valdi yfir
aðstæðum sínum og lífi.
Þörf þátttakenda á fjölbreyttri einstaklingsráðgjöf hefur
aukist síðastliðin ár, s.s. fjármálaráðgjöf, fjölskylduráðgjöf,
næringarráðgjöf og náms- og starfsráðgjöf til viðbótar við
sálfræðimeðferð, félagsráðgjöf, iðjuþjálfun og sjúkraþjálfun.
Markþjálfun nýtist einnig mörgum vel.