Iðjuþjálfinn - 2022, Page 45
1. tölublað 202245
Sérstaða endurhæfingarstöðva er sú að þar gefst þátttakanda
möguleiki á að vera hluti af hóp, að tilheyra hóp, hver og einn
skiptir máli. Þar er tækifæri á að komast í daglega rútínu, auka
daglega virkni og fá félagsskap. Fá stuðning og hvatningu
frá fagfólki/leiðbeinendum og veita öðrum þátttakendum
jafningjastuðning. Ræða málin við aðra í sömu stöðu og með
sömu markmið, að ná betri líðan, heilsu og taka þátt í samfé-
laginu á ný. Eins að byggja upp gott meðferðarsamband sem
er eitt það mikilvægasta í endurhæfingarferlinu.
Endurhæfingin inniheldur:
• Sjálfseflingarnámskeið/fræðslu, hópefli og líðan
og spjall.
• Heilsueflingu innandyra og úti í náttúrunni.
• Vinnusmiðjur eru gríðarlega mikilvægur þáttur.
Þar er tækifæri til að kynnast og fá áhuga á nýrri
tómstundaiðju, iðju sem veitir gleði og ánægju,
hefur gildi og tilgang. Auka trú á eigin getu. Tækifæri
til að leiða hugann að öðru, efla samskiptafærni í hóp,
gefa af sér til samfélagsins, að hafa tilgang.
• Starfsþjálfun á vinnustað í 8–12 vikur. Stigvaxandi
virkni á vinnustað.
StarfA leitar leiða til að efla og þróa nýja og árangursríka þætti
í þjónustu í samstarfi við ráðgjafa, starfsmenn og þátttakendur.
Í því sambandi kom upp sú hugmynd að búa til „hugmynda-
banka“. Þar gefst þátttakendum tækifæri á að koma með hug-
myndir að iðju sem þá langar til að prófa, gæti tengst áhugasviði,
að takast á við nýjar áskoranir og fara út fyrir þægindara-
mmann, en þannig vöxum við, öðlumst sjálfstraust og eignumst
áhugamál. Svo er líka mikilvægt að leika sér og hafa gaman í
lífinu. Sem dæmi höfum við farið á hestbak, gönguskíði, fjórhjól,
í zúmba, bogfimi, frisbígolf, karíokí, hjólatúr o.fl.
Sem dæmi þar um eru tvö ný úrræði; listmeðferð og náttúru-
meðferð.
Listmeðferð í umsjón Írisar Lindar Sævarsdóttur verðandi list-
meðferðarfræðings. Þar er unnið með tengingu við náttúruna.
Skoðum hvernig tengsl við höfum átt við náttúruna hingað til í
lífi okkar, hve mikið við höfum sótt í hana og á hvaða stundum
í lífinu. Náttúran er síðan rauður þráður í gegnum flest verkefni
sem við vinnum með á einn eða annan hátt.
Hver tími byrjar úti í náttúrunni þar sem við göngum saman,
skoðum, veitum athygli, hlustum, vinnum verkefni og nýtum
okkur styrk og orku náttúrunnar inn í daginn. Tímarnir eru
bland af verkefnum úti í náttúrunni og innandyra, allt eftir því
hvernig viðrar og hver verkefnin eru hverju sinni. Það sem við
skoðum í þessari vinnu snýr að sjálfsmynd okkar og hvernig
hún hefur mótast í gegnum lífið. Hvað hefur haft mest áhrif á
líðan okkar og hegðun, hvernig við tökumst á við mismunandi
tilfinningar sem við upplifum og hvernig sjálfsmynd okkar
hefur mótast í samskiptum við aðra. Engin krafa er um nokkra
kunnáttu eða getu í myndlist, markmiðið er að njóta þess að
skapa og kynnast sjálfum sér betur í gegnum sköpunarferlið.
Náttúrumeðferð, áskoranir og ævintýri í austfirskri náttúru
Ég hef lengi verið mjög áhugasöm um náttúrumeðferðarfræði
(e. adventure therapy). Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera
mikið í náttúrunni sem barn og hef ávallt sótt mikið í hana, því
þar líður mér alltaf vel. Öræfakyrrðin, ilmurinn, mosinn, haust-
litirnir, lækjarniður – þar er svo gott að vera í fullri vitund. Losa
um streitu og spennu, sækja orku og takast á við áskoranir.
Það var þó ekki fyrr en á fullorðinsárum sem ég áttaði mig
á hversu mikilvæg náttúran er mér og fyrir okkur. Það hefur