Iðjuþjálfinn - 2022, Síða 47
1. tölublað 202247
Vera Sigurðardóttir
iðjuþjálfi
Vera Sigurðardóttir heiti ég og er 26 ára iðjuþjálfi. Ég
útskrifaðist úr iðjuþjálfunarfræði við háskólann í Linköping
í Svíþjóð í júní 2018.
Í kjölfarið flutti ég aftur heim til Íslands sumarið 2018 og hóf
störf sem iðjuþjálfi á Æfingastöðinni. Ég fékk góða aðlögun
á Æfingastöðinni þar sem fyrir voru margir og frábærir iðju-
þjálfar. Það sem mér fannst hjálpa mér í nýja starfinu var m.a.
sænskukunnátta mín en Svíar hafa skrifað þónokkuð um iðju-
þjálfun og börn, sem er skjólstæðingahópur Æfingastöðvar-
innar. Ég sótti ráðstefnur, námskeið og var í umræðuhópum og
þar gat ég stundum notið góðs af sænskukunnáttunni og þýtt
efni sem nýttist í starfi.
Nú starfa ég á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási í Hveragerði
og vinn þar með breiðan skjólstæðingahóp. Í náminu úti
fannst mér m.a. gaman að læra um svokallað AKK (alternativ
och kompletterande kommunikation), þ.e. að finna leiðir til
þess að auðvelda samskipti fyrir fólk sem á í erfiðleikum með
að tjá sig. Ég hef getað prófað mig áfram í þessu og unnið
með samskiptabækur, myndmál, kynningarspjöld o.fl. úr því
efni sem ég lærði úti og stuðst við sænska síðu til þess að nota
myndir úr.
Í verknámi úti kynntist ég einnig mikilvægi hjálpartækja sem
snúa að vitrænni getu skjólstæðinga og var stundum hægt
að sækja um þau í gegnum kerfið, t.d. tímavaka, dagatöl með
ljósum o.fl. Þessi „vitrænu hjálpartæki“ nota margir iðjuþjálfar
nú þegar á Íslandi og notaðist ég oft við myndrænt skipulag
á Æfingastöðinni en þetta er vettvangur sem mig langar að
kynna mér betur og nýta meira í starfi. Mér fannst gaman að
sjá að mikið af þeim matstækjum sem ég lærði á úti eru notuð
hér heima og hafa mörg hver verið þýdd á íslensku. Ég hef
einnig stundum stuðst við önnur matstæki og spurningalista
frá Svíþjóð til þess að afla á óformlegan hátt frekari upplýs-
inga um skjólstæðinginn.
Starfið mitt:
Nám í Svíþjóð, vinna á Íslandi
Myndir af heimsráðstefnu í París