Iðjuþjálfinn - 2022, Side 50
Iðja
Iðjuþjálfun
Rannsóknarspurning
Hlutverk iðjuþjálfa í meðferð við fíkn
Óhófleg og regluleg áfengis- og vímuefnaneysla getur valdið ýmsum andlegum- og líkamlegum heilsufarskvillum og jafnvel leitt til dauða. Fíkn er flókinn
sjúkdómur þar sem einstaklingur hefur ekki stjórn á eigin hegðun og notkun vímuefna þrátt fyrir skaðlegar afleiðingar. Sjúkdómurinn getur haft neikvæð áhrif á
iðjulíf og sjálfsmynd fólks. Þátttaka í iðju er mikilvæg og stuðlar að bættri heilsu og vellíðan. Iðjuþjálfar hafa sérfræðiþekkingu á þeim atriðum sem snúa að iðju,
heilsu og færni einstaklingsins, en þó koma iðjuþjálfar takmarkað að meðferð við fíkn á meðferðarstofnunum á Íslandi.
Bakgrunnur
Kanadíska iðjulíkanið
Rannsóknir voru flokkaðar eftir því hvort þær einblíndu á áhrif fíknisjúkdóms á einstakling, iðju eða umhverfi og öfugt. Einnig voru teknar saman upplýsingar úr
rannsóknunum um störf iðjuþjálfa og hvernig þeir geta unnið með skjólstæðingum í bataferli.
Varpað var ljósi á hvernig iðjuþjálfar geta starfað með fólki í meðferð vegna fíknisjúkdóms, bæði sem hluti af
þverfaglegu meðferðarteymi og sjálfstætt með einstaklingnum. Að byggja upp iðjulíf og iðjusjálf einstaklinga í
meðferð við fíkn stuðlar að bata og hindrar bakslag. Í takt við Kanadíska iðjulíkanið sést í niðurstöðunum mikilvægi
þess að iðjuþjálfar horfi á samspil einstaklings, iðju og umhverfis og byggja þjónustu sína á því. Þetta samspil
hefur greinileg áhrif á fíknisjúkdóm og fíknisjúkdómur hefur greinileg áhrif á þetta samspil. Því þurfa iðjuþjálfar
sérstaklega að horfa á þessa þætti og koma auga á hvata og hindranir sem leynast í tilteknum þáttum í starfi sínu
með fólki í meðferð við fíkn. Við heimildaleit kom í ljós að fáar nýlegar rannsóknir hafa verið gerðar sem svara
rannsóknarspurningunni. Frekari rannsóknir þurfa að skoða sýn og upplifun notenda ásamt því að fá sýn
iðjuþjálfa á því að starfa með þessum hópi.
Umræður
Aldís Anna Höskuldsdóttir, ha190423@unak.is
Elvý Rut Búadóttir, ha190115@unak.is
Rúna Dís Jóhannsdóttir, ha190541@unak.is
Höfundar
Heimildir
Hvaða gögn eru til um hlutverk iðjuþjálfa í meðferð við fíkn fyrir fullorðna?
Aðferð
ÁHRIF FÍKNISJÚKDÓMS Á IÐJU, HEILSU OG VELLÍÐAN
Niðurstöður
Kanadíska starfslíkanið lýsir samspili einstaklings, iðju og
umhverfis þar sem útkoman er framkvæmd iðju og
hlutdeild í iðju. Hlutdeild í iðju er ekki sýnileg í líkaninu en
er mikilvæg útkoma íhlutunar iðjuþjálfa. Niðurstöður
kögunaryfirlitsins voru settar fram í þremur flokkum þar
sem víddir Kanadíska iðjulíkansins voru hafðar til
hliðsjónar.
Arksey, M. og O’Malley, L. (2005). Scoping studies: Toward a methodological framework. International journal of social research methodology, 8(1), 19-32.
Einstaklingur
Umhverfi
Fíknisjúkdómur getur haft neikvæð áhrif á frammistöðugetu,
iðjusjálf, sjálfsmynd og vitsmunastarfsemi fólks. Fólk með
fíknisjúkdóm er fært um að læra nýja færni og aðferðir til að
takast á við áskoranir en getur átt erfitt með að nýta
upplýsingarnar í framkvæmd. Í neyslu getur fólk misst sjónar
á því hver þau eru en síðan fengið líf sitt og hlutverk aftur í
bataferlinu. Breyting á sjálfsmynd og eigin sjálfsskynjun
getur verið notað sem úrræði til að viðhalda bata.
Þegar fólk er í neyslu snúast allar athafnir daglegs
lífs um neysluna og þegar þau hætta að stunda
þessa iðju myndast ákveðið tómarúm. Því lengur
sem fólk er í neyslu því verri eru gæði í framkvæmd
athafna daglegs lífs. Þátttaka í athöfnum tengdum
atvinnu, skemmtun og tómstundum getur stuðlað
að bata og hindrað bakslag.
Stuðningur fjölskyldu hvetur einstakling í bata en það getur
verið hindrun ef hann er ekki til staðar. Vímuefnaneysla
getur haft áhrif á upplifun um félagsleg tengsl.
Munur er á viðhorfum til áfengis- og vímuefnafíknar eftir
menningarheimum. Ef umhverfið er ekki styðjandi, tækifæri
til heilsueflingar eru takmörkuð og skortur er á
meðferðarúrræðum gerir það einstaklingum með
vímuefnavanda erfiðara fyrir.
Iðjuþjálfar geta veitt nýja innsýn í meðferðarferlið með því að
horfa á meðferð við fíkn sem breyting á iðju. Þannig geta
þeir skilgreint bata á annan hátt og þróað árangursríka
íhlutun sem byggir á iðju og tekur mið af hvötum og
hindrunum í umhverfinu sem hafa áhrif á þátttöku. Í
bataferlinu þarf að fara fram uppbygging jákvæðs og
heilbrigðs iðjusjálfs. Til þess að viðhalda breytingu á iðjulífi í
bataferli er mikilvægt að hefja og taka þátt í iðju á meðan
meðferð stendur sem og eftir meðferð.
Aðferð Arksey og O'Malley (2005) fyrir kögunaryfirlit var notuð til að safna gögnum og skipuleggja
þau. Leitarorðin voru „occupational therapy", „substance abuse", „drug abuse" og „alcohol absue".
Notaðir voru gagnagrunnarnir EbscoHost, Scopus og Web of Science. Skilyrði voru að greinarnar
væru rannsóknir; ritrýndar; gefnar út á árunum 2011-2021; á ensku; birtar í Bandaríkjunum eða
Evrópu; og innihéldu leitarorðin. Alls fundust 12 rannsóknir sem svara spurningunni, þar af voru
sjö megindlegar, tvær með blandað rannsóknarsnið og þrjár eigindlegar. Ekki voru teknar
rannsóknir á annarskonar fíkn eða með þátttakendur undir 18 ára aldri.