Iðjuþjálfinn - 2022, Qupperneq 51

Iðjuþjálfinn - 2022, Qupperneq 51
Heiðraðu hundinn vegna húsbónda hans Áhrif hunda á lífsgæði og andlega líðan Bakgrunnur Líf manna og hunda hefur verið samtvinnað í gegnum aldirnar og eru þeir eitt af algengustu gæludýrunum á Íslandi. Hundahald getur haft áhrif á lífsgæði og andlega heilsu. Hlutverkið tengist hlutdeild í iðju, þátttöku og virkni daglegs lífs. Aðferðafræði Stuðst var við fimm þrepa aðferð Arskey og O’Malley (2005) um gerð kögunaryfirlits. Leitarvélarnar EBSCOHost, Web of Science, Scopus og ProQuest voru notaðar við gagnaöflun. Leitarorðin voru á ensku og voru byggð á hugtökum um andlega heilsu, lífsgæði og hunda. Alls voru 19 greinar notaðar í kögunaryfirlitið, þar af 11 með megindlegu sniði, 5 með eigindlegu og 3 með blönuðu sniði. Niðurstöður Lífsánægja og vellíðan Lífsánægja og vellíðan jókst við framkvæmd athafna tengdum hundum. Hegðunarvandi hunda og skuldbindingin gat haft neikvæð áhrif á líðan. Ósamræmi er í niðurstöðum hvort áhrif hundahalds á vellíðan og lífsánægju séu nægileg til að teljast marktæk. Andleg heilsa Erfitt er að greina áhrif hundahalds á andlega heilsu vegna samverkandi þátta. Hundahald hafði almennt jákvæð áhrif á lundarfar, minnkaði streitueinkenni og dró úr einmannaleika. Hlutverkið gat valdið kvíða eða vanlíðan vegna óæskilegrar hegðunar hundsins og skuldbindinga. Félagslegur stuðningur og samskipti Hundarnir voru hluti af fjölskyldunni og þeir styrktu félagslegt tengslanet eigenda. Þeir höfðu róandi áhrif sem auðveldaði samskipti við annað fólk. Hreyfing og virkni Hundaeigendur hreyfðu sig meira en þeir sem ekki áttu hunda. Hreyfingin hafði þó ekki bein áhrif á andlega heilsu eigenda en þeir voru oftar meðvitaðari um heilsu sína. Samantekt Órjúfanlegur hluti lífsgæða og almennrar heilsu eru lífsánægja og vellíðan, andleg heilsa, félagslegur stuðningur og samskipti ásamt hreyfingu og virkni. Þemun fjögur eru samtengd og hafa áhrif á hvert annað. Almennt eru rannsóknir margþættar og gefa vísbendingar um ólík áhrif hundahalds. Hundar höfðu jákvæð, hlutlaus og neikvæð áhrif á heilsu og lífsgæði fólks. Niðurstöður sýndu fram á aukna vellíðan, virkni og færri einkenni þunglyndis, streitu og kvíða. Athugavert er að ákveðinn hópur sækir í félagslegan eða andlegan stuðning frá hundum. Mikilvæg innsýn fæst við þekkingu á áhrifum hunda á líf eigenda. Iðjuþjálfar geta nýtt sér þekkinguna til að efla heilsu, virkni og líðan hundaeigenda. Heimildir Arksey, H., og O’Malley, L. (2005). Scoping studies: Towards a methodological framework. International Journal of Social Research Methodology, 8(1), 19- 32. Hafa má samband við Söndru Lynch (ha190748@unak.is) fyrir frekari upplýsingar. Teymið Guðmunda Steina Jósefsdóttir Hugrún Erla Karlsdóttir Sandra Kristín D. Lynch Unnur Oddný Einarsdóttir Rannsóknarspurning Hver eru áhrif hundahalds á lífsgæði og andlega heilsu fólks? Frekari rannsóknir Þörf er á frekari rannsóknum innan iðjuþjálfunar og öðrum heilbrigðisstéttum hérlendis um áhrif hundahalds. Andleg heilsa Félagslegur stuðningur og samskipti Hreyfing og virkni Lífsánægja og vellíðan

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.