FLE blaðið - 01.01.2018, Side 2

FLE blaðið - 01.01.2018, Side 2
Útg: Félag löggiltra endurskoðenda © Aðsendar greinar í blaðinu eru á ábyrgð höfunda en að öðru leyti er útgáfa blaðsins á ábyrgð ritnefndar FLE. FLE blaðið má ekki afrita með neinum hætti, að hluta til eða í heild, þar með talið tölvutækt form, án skriflegs leyfis höfundarrétthafa. Vinnsla blaðsins ritneFnd Fle: Arnar Már Jóhannesson, formaður Ingvi Björn Bergmann Benóní Torfi Eggertsson Prentun: GuðjónÓ Umsjón: Hrafnhildur Hreinsdóttir Janúar 2018, 40. árgangur 1. tölublað skriFstoFa Fle, helstu upplýsingar Skrifstofa FLE, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík, er opin virka daga kl. 9-15 Sími: 568 8118, Tölvupóstfang: fle@fle.is, Vefsíða FLE: www.fle.is Sigurður B. Arnþórsson, framkvæmdastjóri sigurdur@fle.is Hrafnhildur Hreinsdóttir, skrifstofustjóri fle@fle.is Félag löggiltra endurskoðenda sendir nú frá sér 40. tölublaðið, en blaðið hefur verið gefið út árlega frá árinu 1978. Blaðið er gefið út á bæði prentuðu og raf- rænu formi, en blaðið er sent á prentuðu formi til allra félagsmanna auk þess sem því er dreift til ýmissa stofnanna og fyrirtækja. Í blaðinu er almennt fjallað um málefni líðandi stundar er varða skatta, endur- skoðun og reikningshald. Þá er reynt að skyggnast inn í heim endurskoðandans á léttum nótum hvort sem um er að ræða innan eða utan skrifstofunnar. Starfsemi félagsins á árinu fær svo almennt sitt pláss en henni er gerð góð skil bæði í máli og myndum. Margt áhugavert er í blaðinu að þessu sinni. Fjallað er um erfðafjárskatt og önnur erfðatengd málefni en ýmsar flækjur geta komið upp í þeim efnum. Grein um reikningshald er á sínum stað að venju en í henni er fjallað um flækjur og rembihnúta á bundnu eigin fé. Mikið hefur verið fjallað um heimagistingu á síð- ustu misserum, en í grein sinni tekur Ágústa Katrín Guðmundsdóttir saman upplýsingar um þau atriði sem þarf að hafa í huga við útleigu á húsnæði til ferðamanna. Ný persónuverndarlöggjöf mun brátt taka gildi en fjallað er um hana út frá starfi endur- skoðandans. Þá líta fjórir félagar úr stéttinni yfir farinn veg en margt hefur breyst frá því að þeir hófu störf á endurskoðunarskrifstofu fyrir um 40 árum. Hér að framan höfum við talið upp lítið brot af því áhugaverða efni sem við ætlum að bjóða upp á að þessu sinni. Við í ritnefndinni þökkum greinahöfund- um fyrir góðar greinar og vonum að sem flestir eigi eftir að hafa gagn og gaman af lestri blaðsins. Janúar 2018, Arnar Már Jóhannesson, Ingvi Björn Bergmann og Benóní Torfi Eggertsson. Fylgt Úr hlaði

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.