FLE blaðið - 01.01.2018, Side 7

FLE blaðið - 01.01.2018, Side 7
7FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 unarsambandinu NRF. Félög endurskoðenda á öllum Norður- löndunum fimm taka þátt í samstarfinu. Það kom mér á óvart hve sterka rödd við Íslendingar höfum með þátttöku okkar í sambandinu með frændþjóðunum. Í alþjóðlegu starfi koma norrænu þjóðirnar fram sem ein heild og hafa þannig meiri áhrif en ella væri. Á vettvangi NRF eru mörg spennandi verkefni framundan sem verður gaman að taka þátt í. Það er samt ýmislegt sem er mér hugleikið, eins og áhrif þess að skylduaðild verði afnumin eins og nú er gert ráð fyrir í drögum að nýjum lögum um endurskoðendur. Það er eflaust mesta áskorunin framundan hvernig hægt verður að útvíkka starfsemina hjá þessu gamla rótgróna en samt síunga félagi, fari svo að félagsmönnum fækki. Þá vil ég efla tengsl félagsins við háskólana og aðkomu félagsins að grunnnámi fyrir endur- skoðendur. Endurskoðun er menntun sem nýtist hvar sem er í viðskiptalífinu og er almennt mikils metin og því þurfum við að koma betur á framfæri til að laða fleiri að. Þá stöndum við endurskoðendur frammi fyrir miklum áskorunum með hröðum tæknibreytingum og sífellt auknum kröfum viðskiptavina okkar um samtíma staðfestingar, sem verður sífellt stærri þáttur í starfi okkar. Síðast en ekki síst er það svo fyrirhuguð ferð okkar endurskoðenda í haust til Brussel, sem mun verða heilmikil og skemmtileg vinna að undirbúa. Það er von mín að félagið haldi áfram að dafna og styrkjast með nýju og öflugu fólki og sífelldri endurnýjun. Viðtal, Hrafnhildur Hreinsdóttir Frá aðalfundi 2017, Ágúst, Margrét og Sigurður Ágúst þungt hugsi á haustráðstefnu Ágúst að stýra fyrsta stjórnarfundi sem formaður

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.