FLE blaðið - 01.01.2018, Síða 13

FLE blaðið - 01.01.2018, Síða 13
13FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 and Profit Shifting) og lengd fyrningar til endurákvörðunar skatta vegna eigna og tekna á lágskattasvæðum í 10 ár, sbr. t.d. lög um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl. nr. 112/2016, um breytingu á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt. Hér var um að ræða atriði sem tengjast fastri starfsstöð, takmörkun á frádrætti vaxtagjalda og „ríki fyrir ríki“ skýrslum um skattskil um starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækjasamstæðna. Að framangreindu virtu er óhætt að fullyrða að íslensk stjórnvöld taki fullan þátt í alþjóðlegu samstarfi í þeirri viðleitni að draga úr skattundanskotum, en betur má ef duga skal. 2.1 skýrsla oeCd – barátta stjórnValda gegn skattsVikum – tÍu alþjóðlegar meginreglur. Í grein þessari verður reynt að gera mjög stuttlega grein fyrir þeim meginreglum ( „principles“) sem OECD setur fram sem nokkurs konar viðmið sem ríki geta tileinkað sér á þeirri vegferð sem baráttan gegn skattvikum/skattundanskotum krefst. Ríki hafa í auknum mæli komið sér upp alhliða löggjöf í því skyni að skilgreina skattalagabrot enn frekar sem glæpi sem falið geta í sér þungar refsingar s.s. fangelsisdóma, verulegar fjársektir, hald- lagningu og kyrrsetningu eigna auk annarra viðurlaga. Þá er það niðurstaða skýrslunnar að almenn mannréttindi grunaðs aðila um skattalagabrot séu sambærileg í löndum OECD. Í köflunum hér á eftir verður gerð stuttleg grein fyrir umræddum tillögum/meginreglum og hvernig þær koma heim og saman við íslenska framkvæmd. 2.1.1 tillaga 1: skattsVik teljist til reFsiVerðra brota. Skýrsluhöfundar leggja til að stjórnvöld sjái fyrir lagaramma sem tryggi að litið sé á skattsvik (e. tax crimes), sem afbrot, sem geti haft í för með sér íþyngjandi refsingu. Því alvarlegri sem brotin eru því þyngri sé refsingin. Lögin verði að kveða með skýrum hætti á um að hverskonar skattsvik geti leitt til íþyngjandi refs- ingar og jafnframt að fyrir hendi séu raunhæf úrræði til að fram- fylgja refsidómi. Taka má undir með höfundum fyrrnefndrar skýrslu um umfang skattundanskota og tillagna til aðgerða („skattsvikaskýrslunnar“) hvað það varðar að hérlendis hafi refsingar fyrir skattalagabrot of lítinn fælingarmátt. Gildir það jafnt um fésektir sem fangelsis- dóma. Fésektir innheimtast illa og fangelsisdómar eru yfirleitt skilorðsbundnir. Þetta verður að teljast óheppilegt því afstaða lög- gjafans er sú að þessi brot séu alvarleg, sbr. refsiákvæði skatta- laga og ákvæði 262. gr. almennra hegningarlaga sem sett var á sínum tíma til að auka þunga þessara brota. Ósamræmi er því á milli vilja löggjafans og fullnustu viðurlaga. Til samræmis við tillögu OECD þyrfti að auka fælingarmátt refs- inga fyrir skattalagabrot og ná fram betri heimtu fésekta. 2.1.2 tillaga 2: mótun skilVirkrar steFnu gegn skattsVikum. Höfundar skýrslu OECD leggja til, að í því skyni að tryggja áhrifa- mátt löggjafar um skattalagabrot, eigi sér stað áhættugreining og stefnumótun stjórnvalda samkvæmt henni. Tiltæk þurfi að vera úrræði til að framfylgja þeirri stefnu og endurskoða þurfi hana reglulega. Stefnan þurfi að taka til stofnana svo sem skattrann- sóknarstjóra, ríkisskattstjóra, héraðssaksóknara og tollstjóra, sem hafa rannsókn eða eftirlit með höndum á fjármálalegri glæpastarfsemi, enda tengist skattsvik sem frumbrot ýmiss konar annarri brotastarfsemi s.s. peningaþvætti. Í skattsvikaskýrslunni greinir frá því að reglulega hafi verið stofn- aðir vinnuhópar til að gera úttekt á skattsvikum og koma með til- lögur til að draga úr þeim. Margvíslegur árangur hafi náðst vegna starfa hópanna, en að mati höfunda skýrslunnar vanti nokkuð upp á að tillögum sé fylgt eftir og þær kynntar. Lagði starfshópur- inn sem vann að gerð skýrslunnar til að fjármála- og efnahags- ráðuneytið myndi fylgja tillögum starfshópsins eftir með form- legum hætti. Samstarf stofnana er að jafnaði mikið og gott en taka má undir með höfundum skýrslunnar að auka þurfi enn á skilvirkni í samstarfi þeirra stofnanna sem koma að þessum málaflokki á ýmsum sviðum. 2.1.3 tillaga 3: Fullnægjandi rannsóknarheimildir. Skýrsluhöfundar leggja til að stjórnvöld hafi fullnægjandi rann- sóknarheimildir til þess að upplýsa skattsvikamál, hvort heldur sem stjórnvald sem fari með rannsókn skattsvikamála hafi sjálft þær heimildir sem til þarf eða þurfi að leita aðstoðar annars stjór- nvalds. Hérlendis eru skattyfirvöldum, þ.e. skattrannsóknarstjóra og rík- isskattstjóra, að lögum tryggðar víðtækar heimildir til gagnaöfl- unar. Skylda til afhendingar gagna er víðtæk og tekur til allra aðila sem hafa upplýsingar í vörslu sinni. Skattrannsóknarstjóri hefur heimild til leitar og haldlagningar gagna á starfsstöðvum aðila og á heimilum að undangengnum dómsúrskurði. Þá hefur skattrann- sóknarstjóri heimild til að fá liðsinni lögreglu á vettvangi í þágu rannsóknar ef ástæða er til. Í kjölfar haldlagningar gagna fer fram skoðun þeirra og úrvinnsla á starfsstöð embættisins. Á það jafnt

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.