FLE blaðið - 01.01.2018, Qupperneq 14

FLE blaðið - 01.01.2018, Qupperneq 14
14 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 við um gögn á pappírsformi og rafræn gögn, þ. á. m. haldlagða tölvupósta. Heimilt er að bera haldlagningu og aðrar rannsóknar- aðgerðir skattrannsóknarstjóra undir dóm, en kæra frestar að jafnaði ekki framkvæmd. Heimild er til kyrrsetningar eigna, vegna rannsóknar máls hjá skattrannsóknarstjóra, til tryggingar skattkröfu og fésekt. Tollstjóri annast framkvæmd kyrrsetningar og haldlagningar í kjölfar tilkynningar frá skattrannsóknarstjóra. Skattrannsóknarstjóri fer ekki með lögregluvald og leitar til lög- regluyfirvalda þegar þess þarf með. Þá má nefna að ekki er hefð fyrir tálbeitum við rannsóknir efnahags- og skattalagabrota. Með vísan til framangreinds má halda því fram að víðtækar rann- sóknarheimildir séu fyrir hendi að því er varðar rannsóknir efna- hags- og skattalagabrota. 2.1.4 tillaga 4: skilVirkar heimildir til kyrrsetningar, haldlagningar og upptöku eigna. Skýrsluhöfundar leggja til að stjórnvöld hafi heimildir til að kyrr- setja/haldleggja eignir í þágu rannsóknar á skattsvikum svo og heimildir til upptöku eigna. Lagt er til að þessi heimild taki jafnt til eigna innanlands sem utanlands. Eins og að framan greinir er heimild fyrir skattrannsóknarstjóra til að beita umræddum úrræðum, s.s. kyrrsetningu og haldlagningu gagna samhliða leit. Þá er jafnframt í 69. gr. almennra hegninga- laga fyrir hendi heimild til upptöku ólögmæts ávinnings. Velta má því upp hvort sameina mætti enn frekar krafta stofnanna varð- andi þessar valdheimildir eins og þekkist erlendis þar sem um nokkuð sérhæft og umfangsmikið verkefni er að ræða. 2.1.5 tillaga 5: stjórnskipulag með skilgreindri ábyrgð. Skýrsluhöfundar leggja til að stjórnvöld komi sér upp skipulagi með skilgreindri ábyrgð í þeirri viðleitni sinni að berjast gegn skattsvikum og öðrum fjármuna afbrotum. Misjafnt er eftir lönd- um hvernig þessu er háttað. Hér á landi fer skattrannsóknarstjóri með rannsóknir skattsvika og annarra skattalagabrota. Markmið þeirrar rannsóknar er tvíþætt: Að niðurstöður hennar verði grund- völlur að álagningu skatta og grundvöllur refsimeðferðar. Þegar rannsókn máls er lokið tekur skattrannsóknarstjóri ákvörðun um refsimeðferð málsins. Telji skattrannsóknarstjóri efni til refsimeð- ferðar getur hann hlutast til um refsimeðferð með þrenns konar hætti; með sektarboði þ.e. með því að ljúka refsimeðferð máls með sektargerð hjá skattrannsóknarstjóra, með sektarkröfu fyrir yfirskattanefnd eða með því að vísa máli til frekari meðferðar hjá lögreglu, þ.e. nú til héraðssaksóknara. Hvaða leið er farin ræðst einkum af alvarleika ætlaðra brota. Eins og áður hefur komið fram getur skattrannsóknarstjóri leitað atbeina annarra stofnanna, einkum lögreglu, til að sinna sínu lögbundna hlutverki. Hér má velta því upp hvort ekki þurfi að auka á skýrleika um það hvenær rétt sé að fara með mál sem refsimál og hvenær því verði lokið innan stjórnsýslunnar með álagi einvörðungu. Er æskilegt að skýr viðmið séu í þeim efnum ekki síst í ljósi jafnræðis. 2.1.6 tillaga 6: Fullnægjandi Úrræði til rannsóknar á skattsVikum. Skýrsluhöfundar leggja til að stjórnvöld geti á fullnægjandi hátt sinnt rannsóknum á skattsvikamálum. Hér er átt við að fyrir hendi sé nægt fjármagn, mannafli og búnaður til nauðsynlegra rann- sóknaraðgerða, sem og viðhlítandi samstarf þeirra stofnana sem að málaflokknum komi auk nægjanlegs aðgangs að upplýsingum í gagnasöfnum hins opinbera. Telja verður að Ísland standi hér nokkuð vel að vígi. Þó má auka á skilvirkni í samstarfi stofnanna sem að málaflokknum koma, enda þótt samstarf hafi þar almennt verið með ágætum. Skattrannsóknarstjóri hefur víðtækan aðgang að opinberum gagnabönkum í þágu rannsóknar. Víða erlendis er samstarf stofn- ana í formlegri og fastari búningi en hér er raunin og er skoðunar- vert hvort vert sé að gefa þessu meiri gaum hérlendis. 2.1.7 tillaga 7: skattsVik sem Frumbrot peningaþVættis Skýrsluhöfundar leggja til að skoða beri skattsvikamál með það fyrir augum að það geti leitt af sér peningaþvætti. Líta beri á skattsvikamál sem frumbrot sem leitt getur af sér ólöglegan ávinning eða annan ágóða sem reynt er að þvætta. Á íslandi er peningaþvætti sjálfstætt refsivert brot og er fjallað um peningaþvætti í 1. mgr. 264. gr. almennra hegningalaga auk þess sem í lögum nr. 64/2006, um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, er skilgreining á peningaþvætti og tilgreindir aðilar sem undir lögin falla. Í 2. mgr. 264. gr. er svokallað „sjálfþvætti“ gert refsivert, er þar segir að sá sem framið hefur frumbrot og fremur jafnframt brot samkvæmt fyrstu málsgreininni skuli sæta sömu refsingu og þar greinir eða allt að sex ára fangelsi. Peningaþvættisskrifstofa hér- aðssaksóknara annast móttöku tilkynninga á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þar eru upplýsingar greindar og miðlað til hlutaðeigandi yfirvalda til frek- ari meðferðar, s.s. rannsóknar og saksóknar. Aukin áhersla er nú lögð á rannsókn á peningaþvætti sem afleið- ingu af refsiverðri háttsemi á alþjóðlegum vettvangi og er sama þróun hér á landi. Til upplýsingar um vakningu á þessu sviði má nefna nýlegt dómafordæmi þar sem ákært var og dæmt fyrir

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.