FLE blaðið - 01.01.2018, Page 16

FLE blaðið - 01.01.2018, Page 16
16 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 Um erfðarétt gilda þrenn lög; erfðalögin nr. 8/1962 (hér eftir erfðalögin), lög um skipti á dánarbúum nr. 20/1991 (hér eftir skiptalögin) og lög um erfðafjárskatt nr. 14/2004 (hér eftir erfða- fjárskattslögin). erFingjar Í upphafi þarf að skilgreina erfingjana því ólíkar lagareglur gilda eftir því hverjir eiga í hlut. Erfingjar skiptast í skylduerfingja, aðra erfingja og bréferfingja. Skylduerfingjar eru maki (hjónaband áskilið) og börn. Í 1. gr. erfðalaga er skilgreint hverjir eru lögerf- ingjar en það eru skylduerfingjar og önnur skyldmenni arfláta, þ.e. foreldrar, foreldrar foreldranna, systkini og afkomendur þeirra. Bréferfingjar eru erfingjar skv. erfðaskrá. Skylduerfingjar erfa arfláta í föstum hlutföllum, maki ávallt 1/3 en börn 2/3. Ef arfláti á engan maka, taka börn allan arf og að sama skapi ef arfláti á engin börn tekur maki allan arf. Ef arfláti á enga skylduerfingja þá taka aðrir lögerfingjar við eignum arfleiðanda samkvæmt ákvæðum erfðalaga, nema arfláti eigi bréferfingja. Arfláti sem á ekki skylduerfingja, má með erfðaskrá skv. 35. gr. erfðalaga, ráðstafa öllum eignum sínum til þess eða þeirra sem hann sjálfur óskar en ef arfláti á skylduerfingja má hann aðeins ráðstafa þriðjungi eigna sinna til þess eða þeirra sem hann sjálfur óskar. Þannig má arfláti með erfðaskrá ráðstafa eignum sínum til hagsbóta fyrir skylduerfingja (ef við á), lögerfingja eða aðra; ótengda einstaklinga eða félagasamtök. Rétt er að vekja athygli á að ef félagasamtök sem uppfylla ákveðin skilyrði fá arf þá ber sá arfur ekki erfðafjárskatt. Arfur til maka er einnig skattfrjáls en aðrir erfingjar greiða 10% erfðafjárskatt. sambÚðaraðilar Milli hjóna er gagnkvæmar erfðaréttur og langlífari maki á rétt til setu í óskiptu búi. Sambúðarfólk getur undir engum kringum- stæðum fengið leyfi til setu í óskiptu búi. Sambúðarfólk á ekki rétt á arfi eftir hvort annað nema það hafi gert erfðaskrá þess efnis, sem samrýmist viðkomandi reglum erfðalaga. Rétt er að benda á að ef sambúðarfólk gerir erfðaskrá sína réttilega þá greiðir eftirlifandi sambúðaraðili ekki erfðafjárskatt af slíkum arfi. seta Í óskiptu bÚi Eins og fyrr segir getur einungis eftirlifandi hjúskaparmaki fengið leyfi til setu í óskiptu búi. Ef hjón eiga einungis sameiginleg börn þarf langlífari maki ekki leyfi barnanna fyrir setu í óskiptu búi. Ef skammlífari makinn átti börn fyrir þá þarf langlífari maki samþykki stjúpbarnsins fyrir setu í óskiptu búi nema hjónin hafi tilgreint í erfðaskrá sinni að það sé vilji þeirra að langlífari maki geti setið í óskiptu búi í samræmi við 3. mgr. 8. gr. erfðalaga. erFðaréttur og erFðaFjárskattur Halla Björg Evans er lögmaður og Guðrún Björg Bragadóttir er viðskiptafræðingur, báðar starfa hjá KPMG. Dánarbú er lögaðili og ber sjálfstæða skattskyldu og fer álagning á dánarbú eftir álagningar- reglum sem gilda um lögaðila, m.a. hvað skattprósentu varðar. Skatthlutfall dánarbúa er 36%

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.