FLE blaðið - 01.01.2018, Qupperneq 17
17FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018
Að sama skapi geta hjón tilgreint það sérstaklega ef þau vilja að
dánarbú skammlífari maka verði tekið til skipta og að ekki verði
hægt að fá leyfi til að sitja í óskiptu búi sbr. 1. mgr. 7. gr. erfða-
laga.
erFðaskrá
Allir einstaklingar 18 ára og eldri geta gert erfðaskrá en hún þarf
að vera skrifleg og uppfylla ákveðin skilyrði varðandi þær upp-
lýsingar sem þar þurfa að koma fram sbr. VI. kafla erfðalaga.
Erfðaskrá þarf að votta, annað hvort af tveimur vottum 18 ára
eða eldri, eða af lögbókanda (sýslumanni). Við höfum almennt
mælt með því við okkar viðskiptavini, að þeir fái lögbókanda til að
votta erfðaskrá og geyma eintak af erfðaskránni hjá viðkomandi
sýslumannsembætti, en ólíkt kaupmálum þá birtast hvergi opin-
berlega upplýsingar um erfðaskrár. Þannig er hægt að tryggja að
farið sé að vilja hins látna.
Algengustu ákvæði í erfðaskrá eru framangreind heimildarákvæði
um setu langlífari maka í óskiptu búi sem og ákvæði um ráðstöf-
un eigna með erfðaskrá. Einnig er nokkuð algengt að í erfðaskrá
sé ákvæði þess efnis, að arfur sé séreign erfingja.
Fólk getur sett í erfðaskrá sína ákvæði um að arfur verði séreign
erfingja í samræmi við 1. mgr. 77. gr. hjúskaparlaga nr. 31/1993
og þá einnig að andvirði það er kemur í stað arfshluta, sem háður
er framanrituðu skilyrði, skuli verða séreign, svo og tekjur af sér-
eigninni. Þetta er í raun heimildarákvæði og virkar að vissu leyti
eins og ákvæði um séreignir í kaupmála.
skipti dánarbÚa
Hægt er að ljúka skiptum á dánarbúum (1) með því að eftirlifandi
maki fær leyfi til setu í óskiptu búi sbr. 27. gr. skiptalaga, (2) með
því að erfingjar lýsi yfir að dánarbúið sé eignalaust (að andvirði
eigna dánarbús nemi ekki meira en kostnaði við útför hins látna)
í samræmi við 25. gr. skiptalaga, (3) með því að sýslumaður ljúki
skiptum á dánarbúi ef hann fær ekki svör um hagi búsins sbr. 26.
gr. skiptalaga, (4) með einkaskiptum sbr. 28. gr. skiptalaga eða (5)
með opinberum skiptum sbr. IV. kafla skiptalaga.
Einkaskipti á dánarbúum er algengasta aðferðin sem farin er
við að ljúka skiptum á dánarbúi. Hafa verður þó í huga að allir
erfingjar verða að vera sammála um að skipta dánarbúinu með
einkaskiptum, enda bera þeir allir saman ábyrgð, einn fyrir alla
og allir fyrir einn (in solidum ábyrgð). Því er mikilvægt áður en
erfingjar óska eftir leyfi til einkaskipta, að þeir geri sér grein fyrir
skuldum og ábyrgðum dánarbúsins, því eftir að leyfi til einka-
skipta er veitt þá bera erfingjar alla ábyrgð á skuldum hins látna,
jafnt þeim skuldum sem þeim er kunnugt um sem og skuldum
sem þeim er ókunnugt um. Þó skal benda á þann rétt erfingja að
þeir geta krafist opinberra skipta á dánarbúinu þótt þeir hafi áður
fengið leyfi til einkaskipta sbr. 1. mgr. 38. gr. skiptalaga.
Við einkaskipti er vert að athuga ábyrgðir hins látna, t.d. vegna
lána frá LÍN en ábyrgðin fellur ekki niður við lát ábyrgðarmannsins
heldur taka erfingjar við ábyrgðinni nema skuldarinn útvegi nýjan
ábyrgðarmann eða t.d. veð í húsinu sínu. Sama á auðvitað við um
aðrar skuldir sem ekki er veð fyrir eða veð ekki nægilegt, sem og
t.d. skattaskuldir.
Ef vafi leikur á hvort eignir dugi fyrir skuldum hins látna eða
þegar miklar líkur eru á því að hinn látni skuldi eitthvað sem ekki
hefur fengist staðfest eða er vitað um, eða jafnvel hvíli ábyrgðir á
dánarbúinu sem erfingjar treysta sér ekki að taka við, þá er hægt
að velja þá leið að óska eftir opinberum skiptum á dánarbúi. Ef
erfingjar eru ekki sammála um að sækja um leyfi til einkaskipta
þá þurfa að fara fram opinber skipti á dánarbúinu.
Beina þarf kröfu um opinber skipti til héraðsdóms og geta slíkar
kröfur verið lagðar fram af (1) sýslumanni skv. 37. gr. skiptalaga,
(2) erfingjum skv. 38. gr. skiptalaga, (3) beiðni í erfðaskrá skv. 39.
gr. skiptalaga eða (4) kröfuhafa skv. 40. gr. skiptalaga.
Leyfi til opinberra skipta er ekki veitt nema fullvíst sé að eignir
dánarbúsins dugi fyrir skiptakostnaði eða sá sem krefst skiptanna
setji tryggingu fyrir kostnaðinum. Að mörgu leyti er skiptaferlið
líkt og við einkaskipti en kostnaður er þó yfirleitt meiri. Við opin-
ber skipti er skiptastjóri skipaður til að framkvæma skiptin og er
kostnaður af störfum hans greiddur af eignum dánarbúsins eða
tryggingu þess sem krafðist skipta.
Til að lesendur geti betur glöggvað sig á hver arfshluti hvers erf-
ingja verður við skipti á ímynduðu dánarbúi ætlum við að leiða út
arfshluta erfingja Jóns og Gunnu sem eru gift og eiga eitt barn
saman. Jón á auk þess tvö börn frá fyrra sambandi og Gunna eitt
barn. Alls eiga Jón og Gunna því fjögur börn. Hrein eign búsins
er 100.000.000 kr.
Nú gerist það að Jón fellur frá og þá þarf fyrst að skoða hvort
Gunna megi sitja í óskiptu búi. Gunna þarf að fá samþykki stjúp-
barna sinna til að fá að sitja í óskiptu búi nema Jón og Gunna
hafi gert erfðaskrá þar sem langlífari maka er heimilað að sitja í
óskiptu búi. Gunna má alltaf skipta dánarbúinu þrátt fyrir ákvæði
erfðaskrár um heimild til setu í óskiptu búi. Hún getur líka byrjað
á að sitja í óskiptu búi og skipt búinu síðar, að hluta eða öllu leyti.
Ef við gefum okkur að Gunna ákveði að skipta búinu, þá yrði arfs-
hlutur Gunnu og barnanna sem hér segir: