FLE blaðið - 01.01.2018, Page 18

FLE blaðið - 01.01.2018, Page 18
18 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 Heildareign dánarbúsins 100.000.000 Helmingshluti maka 50.000.000 Arfur maka (1/3) 16.666.650 Arfur barna (2/3) 33.333.350 Eignarhluti maka eftir skipti 66.666.650 Eignarhluti barns beggja hjóna 11.111.117 Eignarhluti barns 1 (Jónsbarn) 11.111.117 Eignarhluti barns 2 (Jónsbarn 11.111.117 100.000.000 Nú gerist það að Gunna fellur frá. Til einföldunar gerum við ráð fyrir að dánarbú Gunnu eigi sömu fjárhæð og eignarhluti hennar var eftir skipti á dánarbúi Jóns, þ.e. 66.666.650 kr. Arfur barnanna yrði sem hér segir: Eignarhluti dánarbús Gunnu 66.666.650 Eignarhluti barns beggja hjóna 33.333.325 Eignarhluti barns Gunnu 33.333.325 Alls fá erfingjar Jóns og Gunnu: Sameiginlegt barn 44.444.441 Barn Gunnu 33.333.325 Barn Jóns 1 11.111.117 Barn Jóns 2 11.111.117 100.000.000 erFðaFjárskattur Greiða skal erfðafjárskatt af öllum fjárverðmætum er við skipti á dánarbúi hverfa til erfingja hins látna, nema langlífari hjúskapar- maki sem greiðir engan erfðafjárskatt. Erfðafjárskattur er 10%. Engan erfðafjárskatt skal greiða af fyrstu 1.500.000 kr. í skatt- stofni dánarbús. Undanþágan gildir ekki um fyrirframgreiðslu arfs. Skattstofn erfðafjárskatts er heildarverðmæti allra fjárhagslegra verðmæta og eigna sem liggja fyrir við andlát arfleiðanda að frá- dregnum skuldum og kostnaði. Það er semsagt skattstofninn á dánardægri sem kemur til skattlagningar, ekki skattstofn á dag- setningu skipta dánarbúsins. Með heildarverðmæti er átt við almennt markaðsverðmæti við- komandi eigna. Fasteignir skal meta á fasteignamatsverði eins og það er skráð hjá fasteignaskrá á dánardegi. Hlutabréf skal meta á gangverði í viðskiptum annars á bókfærðu verði eigin fjár skv. síðasta endurskoðaða ársreikningi eða árshlutareikningi að viðbættum áunnum óefnislegum verðmætum sem metin eru til fjár og gefa af sér arð í framtíðinni en óheimilt er lögum sam- kvæmt að færa til bókar. Skuldir koma til frádráttar áður en erfðafjárskattur er reiknaður, þ.m.t. væntanlega opinber gjöld. Erfðafjárskatturinn kemur ekki til frádráttar. tekjuskattstofn vs. erfðafjárskattstofn Við rekum okkur oft á að erfingjar vilja blanda saman erfðafjár- skattstofni og tekjuskattstofni. Þó nokkur munur getur verið á þessum tveimur skattstofnum og hér á eftir eru tekin saman nokkur dæmi um mismun sem getur verið á þessum tveimur skattstofnum. Hlutabréf Verðbréf Erfðafjárskattstofn hlutabréfa er markaðsvirði bréfanna. Ef verðbréf eru seld áður en skiptum lýkur skattleggjast tekjurnar (vaxtatekjur og söluhagnaður) með 36% skatti. Tekjuskattstofn hlutabréfa er mismunur á upphaflegu stofnverði hlutabréfanna og söluverði. Ef verðbréf eru seld eftir að skiptum lýkur skattleggjast tekjurnar (vaxtatekjur og söluhagnaður) með 20% fjármagnstekjuskatti. Íbúðarhúsnæði Frístundahúsnæði Erfðafjárskattstofn íbúðarhúsnæðis er fasteignamat íbúðarhúsnæðisins á dánardægri. Erfðafjárskattstofn frístundahúsnæðis er fasteignamat frístundahúsnæðisins á dánardægri. Söluhagnaður húsnæðis reiknast sem mismunur á upphaflegu kaupverði arfláta og söluverði. Söluhagnaður húsnæðis reiknast sem mismunur á upphaflegu kaupverði arfláta og söluverði. Söluhagnaður íbúðarhúsnæðis er skattfrjáls ef sameiginlegur eignarhaldstími arfláta og erfingja er umfram 2 ár og stærð húsnæðis undir 600/1.200 m3. Söluhagnaður frístundahúsnæðis er skattskyldur.Heimilt að telja helming söluverðs til skattskyldra tekna í stað söluhagnaðar við sölu á frístundahúsi.

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.