FLE blaðið - 01.01.2018, Síða 19
19FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018
skattskil
Við andlát manns lýkur skattskyldu einstaklings og til verður
dánarbú sem tekur við öllum eignum og skuldum hins látna.
Skattskyldu dánarbús lýkur við skiptalok hjá sýslumanni.
Dánarbú er lögaðili og ber sjálfstæða skattskyldu og fer álagning
á dánarbú eftir álagningarreglum sem gilda um lögaðila, m.a.
hvað skattprósentu varðar. Skatthlutfall dánarbúa er 36%.
Það á við um allar tekjur dánarbús sem hafa orðið til eftir andlát
en fyrir lok búskipta, þ.á m. vaxtatekjur af bankainnstæðum, inn-
lausnarvexti af verðbréfum og söluhagnað af hlutabréfum og
öðrum eignum, en þó með þeirri undantekningu að fenginn arður
er skattlagður sem fjármagnstekjur (20% skattur).
Á andlátsári ber að skila hefðbundnu einstaklingsframtali, RSK
1.01. Álagning miðast við álagningu einstaklinga fram að dánar-
dægri en álagningu dánarbúa eftir dánardægur.
Á öðru ári eftir andlát og síðar ber að skila skattframtali dánarbús,
RSK 1.03. Heimilt er að draga frá tekjum dánarbúsins kostnað
vegna eigna dánarbúsins, s.s. vaxtagjöld, hússjóð og fasteigna-
gjöld. Ekki er heimilt að draga frá tekjum dánarbúsins kostnað við
gerð skattframtals dánarbúsins eða gerð erfðafjárskýrslu.
Erfingjar telja fram til skatts fyrir bú sem er undir einkaskiptum.
Skiptastjórar telja fram fyrir dánarbú í opinberum skiptum.
Halla Björg Evans og Guðrún Björg Bragadóttir
Úr FélagslÍFinu
Frá Skattadegi. Þéttsetinn salurFrá Skattadegi í janúar 2017
Morgunkorn um áhættustjórnunMorgunkorn um 4. iðnbyltinguna