FLE blaðið - 01.01.2018, Page 20

FLE blaðið - 01.01.2018, Page 20
20 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 tVö ár Frá nýjum ársreikningalögum Atli Þór Jóhannsson er endurskoðandi hjá PwC Því hljótum við sem félag að vilja leggja áherslu á að þessi veigamiklu lög verði tafarlaust skýrð frekar með reglugerðum, reglum og leiðbeiningum til þess að stjórnir fyrirtækja landsins hafi haldbærar reglur við uppsetningu ársreikninga í stað óteljandi minnisblaða þar sem lögin eru túlkuð á þvers og kruss Nú eru liðin tvö ár frá gildistöku umsvifamikilla breytinga á lögum um ársreikninga sem í daglegu tali er fjallað um sem nýju ársreikningalögin. Eins og ritað var í þetta blað fyrir ári síðan af Sæmundi Valdimarssyni, endurskoðanda, voru um að ræða breytingar sem má rekja til innleiðingar á tilskipunum Evrópusambandsins og viðbúið var að einhver yrðu álitamálin þegar fyrirtæki og endurskoðendur færu að beita ákvæðum laganna. Það var von greinahöfundar í fyrra að álitsnefnd FLE, nýskipað reikningsskilaráð og eftir atvikum skattyfirvöld myndu sem allra fyrst svara álitamálum en lítið hefur verið um formleg álit, einna helst hafa verið leiðbeinandi spurningar og svör. Reikningsskilanefnd FLE gaf út í byrjun árs 2017 svör nefndar- innar við spurningum félagsmanna á nýjum lögum um ársreikn- inga og svaraði Reikningsskilaráð sömu spurningum um mitt ár 2017. Voru aðilar í meginatriðum sammála um svör flestra spurninga en álit beggja höfðu þó þann fyrirvara á að ekki væri um að ræða formlega birtingu sem vísa mætti til. Nú nýlega gaf Ársreikningaskrá út áhersluatriði í eftirliti vegna reiknings- ársins 2017 sem gaf tóninn í nokkrum málefnum og sýn Ársreikningaskrár á nýju lögunum. Því telur greinarhöfundur að þessi málefni eigi enn við hjá Félagi löggiltra endurskoðenda þar sem óvissa um túlkun þessara laga getur orsakað erfiðleika fyrir endurskoðendur og stjórnendur fyrirtækja að fara eftir ákvæðum laganna. Helstu álitamálin sem greinarhöfundur fjallar um eru bundnir eigin fjár reikningar, ófjárhagslegar upplýsingar, ársreikningar á íslensku og áhrif alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS). Álitamálin eru þó mun fleiri.

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.