FLE blaðið - 01.01.2018, Page 21

FLE blaðið - 01.01.2018, Page 21
21FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 óFjárhagsleg upplýsingagjöF Í 66 gr. laga um ársreikninga kemur fram að félag sem fellur undir 9. tölul. og d-lið 11. tölul. 2. gr. og móðurfélög stórra samstæðna skulu láta fylgja í yfirliti með skýrslu stjórnar ýmsar ófjárhagslegar upplýsingar. Við birtingu ársreikninga ársins 2016 voru margar stjórnir félaga sem beygðu frá þessari grein laganna með vísan í að lagasetningin hefði borist seint og því ekki hægt að upplýsa um þessi atriði í ársreikningi 2016 en bentu á að upplýsingagjöfin yrði betri fyrir árið 2017. Þessi lagagrein er óljós að mati greinarhöfundar og þá sérstak- lega hvaða félög skulu flokkast undir ófjárhagslega upplýsinga- gjöf. Það sem einna helst er að vefjast fyrir notendum laganna er skilgreiningin á „og“ í greininni. Þarf félag að uppfylla ein- göngu að vera eining tengd almannahagsmunum eða þarf það að uppfylla að vera eining tengd almannahagsmunum og stórt félag og síðast en ekki síst þarf móðurfélag stórrar samstæðu að eingöngu uppfylla stærðarmörkin eða þarf það einnig að vera eining tengd almannahagsmunum? Í minnisblaði Reikningsskilaráðs kemur fram að ráðið telur visst að ósamræmi sé á milli tilskipunarinnar og ársreikninga- laganna en hallast að því að greinin eigi ekki við um einingar tengdar almannahagsmunum sem ná ekki stærðarmörkunum. Í minnisblaði Ársreikningaskrár kemur ekki fram sami skilning- urinn en þar segir að einingar tengdar almannahagsmunum og móðurfélag stórrar samstæða skuli birta ófjárhagslegar upp- lýsingar. Eins og bersýnilega sést hefur þessi grein skapað óvissu fyrir félög sem hvert á fætur öðru munu birta ársreikninga á næst- unni. Því vísar greinahöfundur til orða Reikningsskilaráðs sjálfs: „Ástæða kann að vera til að skoða þetta nánar“. Íslenska Í ársreikninga lögunum kemur fram að texti ársreiknings skuli alltaf vera á íslensku en að auki á ensku ef þörf krefur. Þessi breyting kemur fram í umsögn Íslensk málanefndar við nýju ársreikningalögin með vísan til laga um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls og til íslenskrar málstefnu. Þessi breyting hjálpar íslenskunni að festa sig í sessi í alþjóðlegu umhverfi og á að tryggja það að íslenska verði notuð á öllum sviðum íslensks samfélags. Greinahöfundur er sammála því að íslensk- an á undir höggi að sækja og þurfum við að tryggja framtíð hennar en telur það ekki réttu leiðina í gegnum ársreikninga- lögin. Félög sem starfa á alþjóðlegum vettvangi með erlenda stjórn- armenn eiga erfitt með að kyngja þessari breytingu. Margir ársreikningar ársins 2016 höfðu fyrirvara á forsíðu sinni til Ársreikningaskrár þar sem fram kom að íslenska útgáfan væri þýðing og væri munur á enskri og íslenskri útgáfu ársreiknings gildir enska útgáfan framar. Nú hefur Ársreikningaskrá með minnisblaði sínu tekið af allan vafa og munu eingöngu taka við ársreikningum á íslensku og sé fyrirvari eins og lýst var hér að undan verði gerð krafa um nýjan hluthafafund félagsins áður en ársreikningaskrá tekur þau til opinberar birtingar. Að mínu mati tel ég þetta afturför í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, greinahöfundur ætti erfitt með að undirrita ársreikning á Svahili sem þó milljónir manna tala, ímyndið ykkur fyrir erlenda stjórnarmann að þurfa að undirrita á íslensku sem örfáir eyskeggjar í norðri tala. áhriF alþjóðlegra reikningsskilastaðla Ein af grunnreglum ársreikningalaga er sú að félög skulu semja ársreikning í samræmi við lög um ársreikninga, reglugerðir og settar reikningsskilareglur eftir því sem við á og sé ekki mælt fyrir um tiltekið atriði í lögum þessum eða reglugerðum skal fara eftir viðeigandi ákvæðum í settum reikningsskilareglum. Því vaknar spurningin, hvað eru settar reikningsskilareglur? Sá vafi var tekinn af með skilgreiningu nr. 35 en þar segir að settar reikningsskilareglur séu reglur reikningsskilaráðs og alþjóðlegir reikningsskilastaðlar (IFRS). Nú er því orðið skýrt að taki ársreikningalögin ekki á tilteknu atriði skuli leita á náðir alþjóðlegra reikningsskilastaðla á meðan reikningsskilaráð hefur ekki gefið út reglur um það. Greinarhöfundi fannst þetta atriði himnasending fyrst um sinn, þá þyrfti ekki að setjast á rökstóla þegar vantaði rökstuðning því þá væri hægt að beita alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Við nánari eftirgrennslan rennur á mann tvær grímur. Nú eru ýmsir nýir reikningsskilastaðlar alþjóðlega reiknings- skilaráðsins að taka gildi eins og IFRS 9, IFRS 15, IFRS 16 og svo lengi mætti telja en leggjum áherslu á IFRS 16. Í stuttu máli hafa alþjóðlegir reikningsskilastaðlar nú breytt túlkun sinni á leigusamningum og er ekki gerður greinarmunur á fjármögn- unarleigusamningi og rekstrarleigusamningi og skulu því allir lengri leigusamningar sem ekki eru undir „low-value“ hugtaki (undir 500 þús.kr.) vera eignfærðir og skuldfærðir. Sé litið til nýju ársreikningalagana kemur fram að fjármögnun- arleigusamningar skulu færðar í samræmi við settar reiknings- skilareglur og ekki er minnst á orðið rekstrarleigusamningur.

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.