FLE blaðið - 01.01.2018, Page 27

FLE blaðið - 01.01.2018, Page 27
27FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 Flækjur og rembihnÚtar á bundnu eigin Fé Jón Rafn Ragnarsson er endurskoðandi Lagaákvæðið tekur þannig ekki á, hvað skal gera þegar tímamismunur myndast á útgreiðslu arðs úr dótturfélagi og þar sem hagnaður sem myndar hagnaðinn er í raun innleystur hjá samstæðu Bundið eigið fé eða varasjóðir eru ekki nýmæli í íslenskum árs- reikningum. En tegundum varasjóða fer fjölgandi og er bund- inn hlutdeildarreikningur nýmæli. En sumarið 2016 voru sam- þykkt lög um breytingar á lögum um ársreikninga þar sem gerðar voru verulegar breytingar á heimildum hluthafa til greiðslu arðs en um var að ræða innleiðingu á ársreikningatil- skipun ESB 2013/34 ásamt einföldum á ýmsum atriðum lag- anna. Það virðist vera að tilgangur breytinganna hafi verið að setja fram reglur sem takmarka heimildir til að greiða út arð, þannig að einungis sé heimilt að greiða út arð af hagnaði sem er í raun innleystur. Ein af þessum takmörkunum var, að talið var eðlilegt að hlut- deild í rekstri hlutdeildarfélaga sé færð í rekstrarreikning eins og áður var heimilt. Lagt var hins vegar til að mismunur á afkomu hlutdeildarfélags og mótteknum arði eða heimild til greiðslu arðs færist á bundinn hlutdeildarreikning meðal eigin fjár. Tilgangur ákvæðisins er skýr við fyrstu sýn og lagaákvæðið einfalt, þannig að í raun sé það markmiðið að einungis inn- leystur hagnaður hlutdeildarfélaga sem hefur borist „upp“ til eigenda (fjárfestingafélags) sé hægt að skila áfram „upp“ til hluthafa fjárfestingafélags. Það er hins vegar nokkur einföldum að þetta sé einu hreyfing- arnar á eigin fé sem myndast vegna hlutdeildar, þ.e. nettóm- unur hagnaðar að frágengum arði og sérstaklega hvað varðar

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.