FLE blaðið - 01.01.2018, Side 28

FLE blaðið - 01.01.2018, Side 28
28 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 hlutdeild í dótturfélögum. Lagaákvæðið tekur þannig ekki á, hvað skal gera þegar tímamismunur myndast á útgreiðslu arðs úr dótturfélagi og þar sem hagnaður sem myndar hagnaðinn er í raun innleystur hjá samstæðu. Eins getur verið óljóst hvernig skuli meðhöndla eiginfjárbreytingar vegna þýðingarmunar og þá hvort það sé verið að miða fjárhæðir við uppgjörsmynt móðurfélagsins eða dótturfélagsins. þýðingarmunur og mismunandi uppgjörsmyntir Vandamálið við túlkum 41. gr. verður ljóst strax á fyrsta ári þar sem ákvæðið miðar við þá fjárhæð sem færð er í rekstrarreikn- ing en það er þó ekki sama fjárhæð og færð er í efnahags- reikning í samræmi við það sem fram kemur í 76. gr. laga um ársreikninga þar sem efnahagsreikningur og þar með eigið fé er umreiknað á lokagengi miðað við dagsetningu efnahags- reiknings en rekstrarreikningur á viðskiptadögum en þó heimilt að nota meðalgengi við umreikning rekstrareiknings enda hafi gengi ekki sveiflast verulega á tímabilinu. Dæmi: Eignarhaldsfélagið A dótturfélagið - Rekstrarfélagið B. Á árunum 2017 – 2020 verður afkoma og arður rekstrarfélags- ins B eftirfarandi: Ár ISK þús.kr. Hagnaður Arður Eigið fé í árslok 2017 50.000 50.000 2018 150.000 0 200.000 2019 500.000 -150.000 550.000 2020 0 -550.000 0 Ár EUR þús. Hagnaður Arður Fært á bundinn reikning Bókfært verð eignarhluta 2017 455 0 455 417 2018 1.154 0 1.154 1.429 2019 3.333 -1.000 2.333 3.438 2020 0 -3.235 -3.235 0 Ár Meðalgengi Lokagengi 2017 110 120 2018 130 140 2019 150 160 2019 170 180 Ef Eignarhaldsfélagið gerði uppgjör sín í íslenskum krónum, þá myndu arðgreiðslumöguleikar þess félags í raun miðast við þær arðgreiðslur sem væru að berast upp frá Rekstrarfélaginu B. Þannig gæti félagið greitt hluthöfum sínum arð vegna þessarar afkomu á árinu 2020 – þá 150.000 þús.kr. Gefum okkur hins vegar að Eignarhaldsfélagið A geri upp í evrum og meðalgengi og lokagengi hvers árs sé: Í samræmi við 41. gr., eins og hún er orðuð myndi þá færast á árinu 2017 um 455 þús. evrur. á bundinn reikning meðal eigin fjár, síðan 1.154 þús. evrur á árinu 2018 og loks 3.333 þús. evrur á árinu 2019 en sama ár er greiddur arður. Í lok árs 2020 væri þá bókfært verð eignarhlutans 0. Miðað við að færslurnar væru gerðar samkvæmt orðalagi 41. gr. og miðast við fjárhæðir í uppgjörsmynt móðurfélagsins að þá væri komin staða 706 þús. EUR á bundinn reikning vegna hlutdeildartekna en hins vegar neikvæð staða á uppsöfnuðum þýðingarmun sem nemur 706 þús. evrum.

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.