FLE blaðið - 01.01.2018, Page 29

FLE blaðið - 01.01.2018, Page 29
29FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 Ár EUR þús. Handbært fé Eigið fé móðurfélags Óráðstafað eigið fé Bundinn reikningur Þýðingarmunur 2017 0 0 455 -38 2018 0 0 1.608 -180 2019 1.000 1.000 3.942 -504 2020 4.235 4.235 706 -706 Ár ISK þús.kr. ISK þús.kr. Móðurfélag Hagnaður Arður Eigið fé í árslok óinnleyst Fært á bundinn reikning Bókfært verð eignarhluta 2017 50.000 50.000 50.000 50.000 2018 150.000 0 200.000 150.000 200.000 2019 500.000 -150.000 550.000 -350.000 0 200.000 2020 100.000 -550.000 100.000 -350.000 -200.000 -250.000 2020 250.000 0 350.000 600.000 350.000 Þessi staða er ekki upplýsandi fyrir lesandann á hinu bundna eigin fé þar sem nú virðist vera 706 þús. evrur vera bundnar vegna hagnaðar fyrri ára í dótturfélögum en raunin er að hagnaðurinn hefur allur verið greiddur út. Þetta hefur þó engin áhrif á skiptingu milli óráðstafaðs eigin fjár og bundins eigin fjár, heldur einungis innbyrðisskiptingu þess eigin fjár sem er bundið. Viðskipti milli Félaga innan sömu samstæðu milli félaga innan sömu samstæðu, sem ekki hefur verið innleystur með sölu til aðila utan samstæðunnar, við mat á verðmæti í dótturfélagi. Það þýðir að ekki skuli færa hlutdeildartekjur í dótturfélagi af slíkum innri viðskiptum. Höldum okkur við sama dæmi og hér að framan en breytum aðeins forsendum. Hagnaður ársins 2019 myndaðist vegna sölu á fasteign félagsins og var söluhagnaður eignarinnar 350 millj.kr. en eignin var keypt af systurfélagi þess, Fasteignafélaginu C. Í árslok 2020 er því eigið fé rekstrarfélagsins B orðið 100.000 en vegna óinnleysta söluhagnaðarins er bundinn reikningur kominn í núll því ekki er hægt að færa hann neikvæðan? Rekstrarfélagið B myndar síðan hagnað á árinu 2021 og hagn- aðurinn er innleystur innan samstæðunnar með sölu til þriðja aðila. Við þessar aðstæður er staða á bundnu eigin fé móðurfélags- ins komið upp í 600 millj.kr. en eigið fé dótturfélagsins B þó samt einungis 350 milljónir. Þetta eru þó þær fjárhæðir sem hafa verið færðar gegnum rekstrarreikning móðurfélagsins að teknu tilliti til móttekins arðs. Vandamálið liggur í að arðurinn kemur á undan innlausn hagnaðarins hjá móðurfélaginu. Þessar aðstæður geta einnig komið upp ef móðurfélag og dótturfélag beita ekki sömu reikningsskilaaðferðum, sbr. 75. gr. laga um ársreikninga þar sem reikningsskil dótturfélags eru aðlöguð að reikningsskilaaðferðum móðurfélagsins. Við þær aðstæður að arðgreiðsla kemur á undan innlausn hagn- aðar hefur það varla verið ætlun löggjafans að binda eigið fé móðurfélagsins með þessum hætti en þetta virðist vera rembi- hnútur á bundnu eigin fé miðað við orðalag 41. gr. laga um árs- reikninga, sem byggir á ársreikningatilskipun ESB 2013/34. Lausnin væri þá ef til vill að selja hlutdeildina í dótturfélaginu B til að fá að færa breytinguna á óráðstafað eigið fé. SEINNI TÍMA VANDAMÁL? Þau félög sem eiga eignarhluti í dóttur- og hlutdeildarfélögum við gildistöku laganna geta þó greitt sínum hluthöfum arð vegna þeirra og þurfa því ekki að hafa miklar áhyggjur að þess- um takmörkunum. Kannski er allt að fara í klessu vegna þess en það er seinni tíma vandamál. Það verður engu breytt í kvöld. Jón Rafn Ragnarsson

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.