FLE blaðið - 01.01.2018, Page 33

FLE blaðið - 01.01.2018, Page 33
33FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 Meistaramót FLE í golfi var haldið á árinu 2017 í þrítugasta og sjötta sinn. Nú fór það fram föstudaginn 8. september hjá GKG á Leirdalsvelli sem spannar tvö sveitarfélög, þ.e. Kópavog og Garðabæ. Mótið var haldið við mjög góðar aðstæður að öllu leyti, veður var hagstætt og völlurinn í topp standi. Má halda því fram að það hafi skapast sú hefð að veður sé gott þegar þetta mót er haldið. Umsjónarmenn mótsins tóku þá djörfu ákvörðun að breyta leikfyrirkomulagi að ákveðnu marki. Fram til þessa var ein- göngu leikinn höggleikur, án forgjafar og með forgjöf í þremur flokkum. Nú var keppt í einum flokki í punktakeppni, en auk þess veitt verðlaun fyrir fæst högg án forgjafar. Aðalverðlaun mótsins voru eins og áður til þess keppanda sem lék á fæstum höggum að teknu tilliti til forgjafar og sá sem það afrek vinnur telst Golfmeistari FLE. Það hafði borist umsjónarmönnum til eyrna að punktakeppnis- formið hentaði fleirum og því var þessi breyting gerð. Ekki verður þó séð að breytingin hafði leitt til aukinnar þátttöku að þessu sinni, en alls mættu 12 karlmenn til leiks. Þriðja árið í röð var engin kona skráð til leiks. Helstu úrslit mótsins voru eftir- farandi: Höggleikur án forgjafar: Kristófer Ómarsson 81 högg Höggleikur með forgjöf: Kristófer Ómarsson 70 högg nettó Punktakeppni: Auðunn Guðjónsson 36 punktar Rögnvaldur Dofri Pétursson 30 punktar Haukur Ingi Hjaltalín 30 punktar Kristófer Ómarsson er því golfmeistari FLE annað árið í röð. Úrslit voru tilkynnt og verðlaun afhent á Gleðistund FLE sem haldin var síðdegis þann sama dag og meistaramótið fór fram. Var eftir því tekið hve þátttakendur litu vel út í samanburði við kollegana sem höfðu margir hverjir stritað við framtalsskil á meðan við lékum okkur úti í góða veðrinu. Umsjónarmenn þakka þeim sem þátt tóku og stefna að því að viðhalda þessu ágæta móti stéttarinnar a.m.k. á meðan ein- hver mætir. Um hávetur við höldum jól hikum ögn í dagsins striti. Við hlökkum til er hækkar sól þá hefjum golf af meira viti. Auðunn Guðjónsson meistaramót Fle Í golFi 2017 Auðunn Guðjónsson er endurskoðandi hjá KPMG Var eftir því tekið hve þátttakendur litu vel út í samanburði við kollegana sem höfðu margir hverjir stritað við framtalsskil á með- an við lékum okkur úti í góða veðrinu

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.