FLE blaðið - 01.01.2018, Qupperneq 34
34 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018
Með mikilli fjölgun ferðamanna til landsins hefur leiga íbúðar-
húsnæðis til ferðamanna aukist með ógnarhraða síðustu ár. Í
ársbyrjun 2017 tóku gildi breytingar á lögum 85/2007, um veit-
ingastaði, gististaði og skemmtanahald, og ný reglugerð um
sama efni, nr. 1277/2016. Með breytingunum var m.a. leitast
við að einfalda regluverk um heimagistingu.
gististaðir
Eftir breytingu sem gerð var með lögum nr. 85/2007 er gisti-
staður skilgreindur sem staður þar sem boðin er gisting að
hámarki í 30 daga samfleytt í senn gegn endurgjaldi, svo sem
á hótelum, gistiheimilum, í gistiskálum, íbúðum og sumarhús-
um, með eða án veitinga.
Þrjátíu daga viðmiðið er nýmæli, sem í felst aðgreining gisti-
þjónustu frá húsaleigu.
Gististaðir eru greindir í 4 flokka;
• Heimagistingu.
• Gististaði án veitinga.
• Gististaði með veitingum, öðrum en áfengisveitingum.
• Gististaði með áfengisveitingum.
heimagisting – skilgreining
Lögfest hefur verið skilgreining á heimagistingu og er hún svo-
hljóðandi:
„Heimagisting er gisting gegn endurgjaldi á lögheimili einstak-
lings eða í einni annarri fasteign sem hann hefur til persónu-
legra nota og er í hans eigu. Fjöldi útleigðra daga í báðum
eignum samanlagt skal ekki fara yfir 90 daga á hverju almanaks-
ári eða samanlagðar tekjur af leigu eignanna skulu ekki nema
hærri fjárhæð en kveðið er á um í 3. tölul. 4. gr. laga um virðis-
aukaskatt, nr. 50/1988.“
Hugtakið heimagisting tekur eins og önnur gististarfsemi
aðeins til gistingar gegn endurgjaldi, en ekki til frírrar gistingar.
Endurgjaldið getur hvort heldur verið í peningum eða öðrum
verðmætum. Heimagisting nær aðeins til sölu einstaklinga á
gistingu, en ekki til gistisölu lögaðila.
Húsnæði notað til heimagistingar getur verið lögheimili þess er
gistinguna selur og/eða eitt annað húsnæði sem hann á og
hefur til persónulegra nota. Lögheimili manna getur að megin-
reglu aðeins verið í íbúðarhúsnæði. Ekki er gert að skilyrði að
lögheimili manns nýtt til heimagistingar sé í eigu þess er gist-
heimagisting
HUGTAKIÐ OG SKATTALEG MEÐHÖNDLUN
Ágústa Katrín Guðmundsdóttir er endurskoðandi hjá KPMG
Við lok hvers almanaksárs skal
skila til sýslumanns yfirliti um daga
heimagistingar og tekjur af henni og er
sýslumanni heimilt að óska eftir frekari
gögnum og staðfestingum ef þurfa þykir
s.s. nýtingaryfirlit frá bókunarvefjum.
Sýslumanni er heimilt að senda þær
upplýsingar til skattyfirvalda