FLE blaðið - 01.01.2018, Page 36

FLE blaðið - 01.01.2018, Page 36
36 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2018 á ári, eða ef sýslumaður fellir niður heimagistingarskráningu, teljast allar leigutekjur viðkomandi árs vera atvinnurekstrar- tekjur. Ef tveir menn eða fleiri eiga saman eign skal gagnvart fjárhæðarmarkinu hjá hverjum og einum horft til heildarleigu- tekna af eigninni. Ef t.d. tveir menn eiga saman eign í útleigu og heildarleigutekjurnar eru 2.500.000 kr. þá skulu þær skatt- lagðar sem atvinnurekstrartekjur enda þótt leigutekjur hvors eiganda fyrir sig séu undir 2 milljónum. Ef ofangreind skilyrði um heimagistingu eru uppfyllt eru tekj- urnar skattlagðar sem fjármagnstekjur án frádráttar. Einhvers misskilnings hefur gætt um að þessar tekjur séu undanþegnar skatti ef þær eru undir tveggja milljóna viðmiðið og þeim reglum sem settar hafa verið um heimagistingu, en svo er ekki. Teljist heimagisting vera atvinnustarfsemi, skattleggst hún með sama hætti og önnur atvinnustarfsemi manna. Þá er heimilt að draga kostnað við öflun, tryggingar og viðhaldi tekn- anna til frádráttar. Hagnaður skattleggst í þrepaskiptum tekju- skatti og um útsvar að auki. Það er mikilvægt að þeir sem eru með heimagistingu haldi vel utanum allan kostnað vegna starseminnar ef vera kynni að hún fari yfir þau mörk sem eru sett um heimagistingu og einnig ef sýslumaður fellir niður skráningu sökum vankanta, því þá telst starfssemin vera atvinnustarfsemi. Virðisaukaskattur Gistiþjónusta fellur undir skattskyldusvið virðisaukaskatts, þ.e. er í eðli sínu virðisaukaskattsskyld þar sem leigan er til skemmri tíma en eins mánaðar. Skatthlutfall gistiþjónustu er 11%. Hafi einstaklingur sem selur heimagistingu ekki aðra starfsemi með höndum, sem fellur undir skattskyldusvið virðisauka- skatts, þá er verður hann undanþeginn því að innheimta og skila virðisaukaskatti, á þeim grundvelli að ársvelta hans er undir 2.000.000 kr.. Hafi einstaklingur hins vegar aðra starfsemi með höndum, sem fellur undir skattskyldusviðið, ber að horfa til samanlagðrar veltu þeirrar starfsemi og heimagistingarinnar. Ef samanlögð ársvelta er yfir 2.000.000 kr. ber einstaklingnum að innheimta virðisaukaskatt í báðum þáttum starfsemi sinnar. gistináttaskattur Samkvæmt lögum um gistináttaskatt, skal ekki leggja gistinátt- askatt á sölu gistingar sem ekki ber virðisaukaskatt. Fasteignaskattur Með 5. mgr. 10. gr. laga nr. 67/2016 var við lög nr. 85/2007 aukið ákvæði um að heimagisting, sem uppfyllir skilyrði þeirra laga, teljist ekki fara fram í atvinnuhúsnæði í skilningi laga nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga. Ákvæðið var sett að til- lögu atvinnuveganefndar Alþingis. Ákvæðinu virðist, að því er húsnæði til heimagistingar varðar, ætlað að víkja til hliðar ákvæðum 3. gr. laga nr. 4/1995, sem kveða á um álagningu fasteignaskatts. Samkvæmt ákvæðum þeirrar greinar getur fasteignaskattur af íbúðarhúsnæði og sumarbústöðum hæstur verið 0,5% af fasteignamati. Fasteignaskattur af mannvirkjum sem nýtt eru fyrir ferðaþjón- ustu getur hins vegar hæstur verið 1,32% af fasteignamats- verði. Hugtakið atvinnuhúsnæði er ekki viðhaft í ákvæði 3. gr. Það orkar tvímælis hvort þessi breytingu á lögum um veitinga- staði, gististaði og skemmtanahald er til þess fallin að breyta efnislega ákvæðum í lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Ágústa Katrín Guðmundsdóttir

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.