FLE blaðið - 01.01.2020, Side 2
ÚTG: FÉLAG LÖGGILTRA ENDURSKOÐENDA ©
Aðsendar greinar í blaðinu eru á ábyrgð höfunda en að öðru leyti er útgáfa blaðsins á ábyrgð
ritnefndar FLE. FLE blaðið má ekki afrita með neinum hætti, að hluta til eða í heild,
þar með talið tölvutækt form, án skriflegs leyfis höfundarrétthafa.
VINNSLA BLAÐSINS
RITNEFND FLE:
Benóní Torfi Eggertsson, formaður,
Ágústa Katrín Guðmundsdóttir,
Herbert Baldursson
Kjartan Arnfinnsson
Prentun: GuðjónÓ
Umsjón: Hrafnhildur Hreinsdóttir
Janúar 2020, 42. árgangur 1. tölublað
SKRIFSTOFA FLE, HELSTU UPPLÝSINGAR
Skrifstofa FLE, Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík, er opin virka daga kl. 9-15
Sími: 568 8118, Tölvupóstfang: fle@fle.is, Vefsíða FLE: www.fle.is
Sigurður B. Arnþórsson, framkvæmdastjóri sigurdur@fle.is
Hrafnhildur Hreinsdóttir, skrifstofustjóri fle@fle.is
Nú þegar nýr áratugur er að renna upp kemur FLE
blaðið út í 42. sinn frá árinu 1978 og hefur aldrei verið
betra. Ritnefndarfólk hefur herjað á samstarfsmenn
sína og annað samferðafólk sem hafa skilað af sér
góðum greinum þrátt fyrir rysjótta veðráttu og
flensuskot og að auki hafa ritnefndarmeðlimir lagt
hönd á plóginn með greinaskrif.
Nýja blaðið er eins og fyrri blöð fullt af athyglisverðum
og skemmtilegum greinum. Fyrst má nefna
áhugaverðar greinar annars vegar um raunverulega
eigendur og hins vegar um peningaþvætti og hvað
endurskoðendur þurfa að gera því sambandi. Bæði
þessi efni ættu að vekja athygli endurskoðenda þar
sem þau koma inn á störf margra þeirra auk þess
sem þau hafa mikinn snertiflöt við atvinnulífið. Önnur
áhugaverð grein er rannsókn á gæðum íslenskra
ársreikninga þar sem skoðað er fylgni óskráðra félaga
við íslensk ársreikningalög. Einnig má nefna ítarleg
grein um skattlagningu tekna af höfundarréttindum
og aðra grein um eftirlit, hlutverk og valdheimildir
ársreikningaskrár. Svo er í blaðinu tímamótagrein um
það hvernig endurskoðunarfyrirtæki geta sem best
tileinkað sér heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna
svo kölluð SDG markmið (Sustainable development
goals). Að lokum er frásögn eins félagsmanns af
deilu hans við endurskoðunarráð um gildi alþjóðlegra
endurskoðunarstaðla á Íslandi. Starfsemi FLE á árinu
fær sína hefðbundnu umfjöllun og þar á meðal er
viðtal við nýjan formann FLE sem ber heitið að það sé
gæðastimpill að vera í Félagi löggiltra endurskoðenda.
FLE blaðið kemur alltaf út með hækkandi sól og má
í því sambandi nefna að dagsbirtan hefur aukist um
rúma eina klukkustund frá jólum fram að miðjum
janúar og erum við því örugg um að efni FLE blaðsins
hafi sömu áhrif á lesendur og aukin dagsbirta. Að
lokum viljum við þakka greinarhöfundum fyrir góðar
greinar. Það er aldrei ofsagt og virkilega þakkarvert
að hafa aðgang að góðu fólki sem er tilbúið til að nota
frítíma sinn til að skrifa góðar greinar í blaðið.
Janúar 2020
Benóní Torfi Eggertsson, Ágústa Katrín
Guðmundsdóttir, Herbert Baldursson og
Kjartan Arnfinnsson
FYLGT ÚR HLAÐI