FLE blaðið - 01.01.2020, Qupperneq 5

FLE blaðið - 01.01.2020, Qupperneq 5
5FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020 Hvar hefur þú búið? Ég bjó á Ísafirði þegar ég var smábarn, á Skagaströnd, í Reykjavík og eitt ár í Bordeaux í Frakklandi. Frakkland var mjög ljúft, þar lærði ég ýmislegt um kosti og galla þess að búa á Íslandi. Ég tel það gott að búa á Íslandi þrátt fyrir veðrið, en þó er hraðinn of mikill. Bordeaux er stærri borg en Reykjavík en þar gengur margt hægar en á Íslandi. Takturinn er rólegur, ekki þessi asi eins og er á Íslandi, þar spjallar til dæmis ókunnugt fólk saman í röðinni í búðinni. Ég held að Frakkar séu kannski flinkari en við Íslendingar í að lifa í núinu. En samt er afar margt gott við að búa á Íslandi, en manni hættir til að sjá frekar gallana en kostina í amstri dagsins. Eiginmaður og börn? Eiginmaður minn er Gunnar Þór Gunnarsson, hann rekur Aurora Seafood ehf. sem er útgerð og vinnsla. Við eigum tvær dætur, Tinnu Björk sem er lögmaður og Kötlu Björk sem er eins og stendur að læra frönsku í Lyon í Frakklandi. Hvað gerir þú utan vinnunnar? Ég geri þetta hefðbundna, ver tíma með fjölskyldu og vinum, elda góðan mat, finnst gott að lesa og vera í rólegheitunum. Og svo eru ferðalög í miklu uppáhaldi. ENDURSKOÐANDINN BRYNDÍS Bryndís útskrifaðist sem löggiltur endurskoðandi árið 2011, af hverju fórstu í löggildinguna? Ég vildi öðlast þessi réttindi eftir að hafa unnið í faginu í fjöldamörg ár. Þetta var mikilvægt fyrir mig en það hangir margt fleira á spýtunni. Löggildingin er viðurkenning á yfirgripsmikilli þekkingu á reikningsskilum, skattalögum og félagaréttartengdum lögum og svo auðvitað endurskoðun. Ég held að löggildingin opni dyr og auki starfsmöguleika fólks, bæði innan og utan fagsins. Hvað er skemmtilegast við endurskoðunina? Fjölbreytnin, að fá tækifæri til að kynnast margbreytilegum fyrirtækjum og rekstri þeirra. Einnig finnst mér starfið fela í sér stanslausan lærdóm og það tryggir að maður festist ekki í sama farinu. Ekki síður finnst mér skemmtilegt að starfa með fólki þar sem hægt er að ræða og velta fyrir sér faglegum málefnum á jafningjagrunni. Þegar ég var yngri þá langaði mig einmitt að vinna einhvers staðar þar sem ynni fleira fólk með sömu þekkingu og ég, þar sem fólk ynni saman að lausn verkefna og því að leita leiða til að þróa hlutina áfram. Á þeim tíma hafði ég ekki mótaðar skoðanir á hvað það gæti mögulega verið, en fann það þegar ég byrjaði hjá PwC að það var vettvangur sem hentað mér og mér líkaði andrúmsloftið. En hvað er svo leiðinlegast við endurskoðunina? Ég held að það sé tímapressan, sem getur stundum verið ansi mikil og álagið sem því fylgir. FORMAÐURINN BRYNDÍS Áhrif nýrra laga um endurskoðendur á félagið? Eitt af þeim atriðum sem breyttust með nýjum lögum um endurskoðendur var afnám skylduaðildar að FLE. Ég held að brottfall skylduaðildarinnar komi til með að breyta félaginu að einhverju leyti, en að ekki sé augljóst að það gerist strax á upphafsmánuðum ársins 2020. Stjórn félagsins hefur verið að undirbúa þessar breytingar og meðal annars hefur vinnuhópur verið að störfum sem tók saman hvað félagið hefur verið að gera og kom með hugmyndir að því hver væru skynsamleg næstu skref. Ég tel ekki líklegt að veruleg breyting verði á helstu verkefnum eða starfsemi félagsins frá því sem nú er. En þó verður skerpt á hlutverki félagsins sem hagsmunafélags, aðalmálið er að þjónusta félagsins þróist í takt við hagsmuni og þarfir Hlustað af athygli.

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.