FLE blaðið - 01.01.2020, Qupperneq 14

FLE blaðið - 01.01.2020, Qupperneq 14
14 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020 Yfir vafa virðist hafið að greiðslur til höfunda og rétthafa á grundvelli samningskvaðaleyfis skuli skattlagðar sem fjármagnstekjur. Greiðslur fyrir eftirgerðir til einkanota Mönnum er samkvæmt höfundalögum heimilt að gera til einkanota eintök af birtu verki, með vissum takmörkunum þó (11. gr.). Höfundar eiga rétt á „sanngjörnum bótum“ vegna eftirgerðar til einkanota. Bæturnar skulu árlega greiddar til Innheimtumiðstöðvar rétthafa (IHM) með fjárveitingu samkvæmt fjárheimild í fjárlögum. Greiðslurnar skulu miðast við ákveðnar hlutfallstölur (1-4%) af tollverði tiltekinna geymslumiðla, sem taka má upp á hljóð eða mynd, t.d. tölva, farsíma, USB-minnislykla og SD-korta. IHM úthlutar bótunum til aðildarfélaga sinna, sem miðla þeim áfram til höfunda og annarra rétthafa. Ótvírætt verður að telja að í höndum höfunda og rétthafa skuli bætur þessar skattlagðar sem fjármagnstekjur. Greiðslur til listflytjenda Samkvæmt höfundalögum eiga listflytjendur og framleiðendur útgefins hljóðrits rétt til sameiginlegrar þóknunar fyrir afnot hljóðritsins til flutnings í útvarpi eða annarrar opinberrar dreifingar listflutningsins (47. gr.). Krafa til slíkrar þóknunar verður aðeins gerð af samtökum framleiðenda og listflytjenda (samtökum rétthafa) á grundvelli samnings samtakanna við notanda eða samtök sem notandi á aðild að. Ekki verður annað ráðið en að listflytjendur falli undir orðin „annarra einstaklinga sem rétthafa“ í hinum nýju ákvæðum. Þessar þóknanir til listflytjenda eru vegna síðari afnota útgefins verks. Því ætti að vera ljóst að þessar þóknanir listflytjenda skulu skattlagðar sem fjármagnstekjur. Fylgiréttargjald Höfundur myndverks, listiðnaðarverks eða ljósmyndaverks á rétt til þóknunar, svonefnds fylgiréttargjalds, við endursölu upprunalegs eintaks verks í atvinnuskyni eða á listmunauppboði, skv. 25. gr. b. höfundalaga og ákvæða reglugerðar nr. 486/2011 um fylgiréttargjald. Fylgiréttargjald verður aðeins innheimt af viðurkenndum samtökum rétthafa. Samkvæmt orðanna hljóðan nýju ákvæðanna taka þau til greiðslna vegna „afnota“ og í nefndaráliti kemur fram að ætlunin hafi verið að afmarka gildissvið „við tekjur sem skapast vegna afnota en ekki tekjur af sölu eintaka“. Af þeim orðum mætti ætla að fylgiréttargjald skuli ekki skattlagt sem fjármagnstekjur. Í umsögn um drög að nýju reglugerðinni vakti KPMG athygli fjármála- og efnahagsráðuneytisins á þessu álitamáli. Ráðuneytið brást við þeirri ábendingu með því að auka orðunum „þ.m.t. fylgiréttargjald frá samtökum rétthafa skv. 25. gr. b höfundalaga og reglugerð nr. 486/2001, um fylgiréttargjald“ við ákvæði 2. mgr. 3. gr. reglugerðarinnar frá því sem verið hafði í drögunum. Með þeim orðum kvað ráðuneytið á um að fylgiréttargjald skuli flokkað og skattlagt sem fjármagnstekjur. Greiðslur fyrir notkun bóka á bókasöfnum Samkvæmt ákvæðum III. kafla laga nr. 91/2007, um bókmenntir, eiga höfundar rétt á greiðslum fyrir notkun bóka þeirra á bókasöfnum hins opinbera, bæði fyrir útlán og afnot í lestrarsölum bókasafna. Rétt þennan eiga rithöfundar, þýðendur, myndhöfundar, tónskáld og aðrir þeir menn sem átt hafa þátt í ritun bókar. Við andlát höfundar gengur réttur til hálfrar greiðslu til maka, en til barna höfundar innan 18 ára ef maki er ekki til staðar. Fé til greiðslna þessara kemur af almannafé samkvæmt fjárlögum hverju sinni og skal útdeilt af sérstakri úthlutunarnefnd. Um greiðslurnar gilda reglur nr. 323/2008, settar af menntamálaráðherra. Úthlutunarnefnd getur falið stofnun eða samtökum að annast greiðslur og umsýslu umsókna. Í reglunum er sérstaklega tekið fram að greiðslur samkvæmt þeim séu menningarlegur stuðningur við bækur á íslenskri tungu, en feli ekki í sér höfundarréttargreiðslur. Sú skilgreining greiðslnanna girðir ekki fyrir að þær verði skattlagðar sem fjármagnstekjur samkvæmt nýju ákvæðunum. Greiðslur þessar uppfylla skilyrði um að þær gangi til höfundar eða annars rétthafa og jafnframt skilyrði um að þær séu vegna síðari afnota eftir að verk hefur verið gert almenningi aðgengilegt. Því má ljóst vera að greiðslurnar skuli skattlagðar sem fjármagnstekjur. Greiðslur sem ekki teljast til fjármagnstekna Í 4. gr. nýju reglugerðarinnar er tiltekið að ekki teljist til fjármagnstekna sala verka, sem jafna megi til vöru sölu, svo sem sala á útgáfurétti (þ.m.t. endurútgáfa), bókum, kvikmyndum, aðgöngumiðum á listviðburði, lagi til afspilunar, eða aðrar tekjur af seldum eintökum. Viðtakendur greiðslu Skattlagning höfundagreiðslu sem fjármagnstekna er bundin við að viðtakandi hennar sé maður, þ.e. höfundur, flytjandi eða maður sem tekið hefur við réttindum af höfundi. Þær breytingar á skattlagningu, sem gerðar voru með nýju ákvæðunum, ná aðeins til skattlagningar manna sem bera á Íslandi ótakmarkaða skattskyldu vegna heimilisfestar eða dvalar hér á landi. Tekjur af höfundarétti þeirra manna og lögaðila sem á Íslandi bera aðeins takmarkaða skattskyldu vegna uppruna teknanna hér á landi, skulu einnig sæta 22% skattlagningu, skv. 6. tölul. 1. mgr. 3. gr. og 6. tölul. 70. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, og hefur svo verið frá því skatthlutfallið var hækkað úr 20% í 22% frá og með upphafi árs 2018. Tvísköttunarsamningar sem Ísland hefur gert við önnur ríki fella þó ýmist niður skattlagningarrétt Íslands eða takmarka hann við lægra skatthlutfall.

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.