FLE blaðið - 01.01.2020, Side 16
16 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020
EFTIRLIT, HLUTVERK OG
VALDHEIMILDIR
ÁRSREIKNINGASKRÁR
Ágústa Katrín Guðmundsdóttir endurskoðandi hjá AKG endurskoðun ehf.
Stjórnendur skulu leggja mat á mikilvægi og
hvaða upplýsingar eru viðeigandi til að tryggja
að reikningsskilin gefi glögga mynd samkvæmt
skilgreiningu í 5. gr. laga um ársreikninga
Hlutverk og valdheimildir ársreikningaskrár er að finna í lögum
nr. 3/2006 um ársreikninga (109. og 117. gr.) Þar kemur fram
að ársreikningaskrá sé starfsrækt í því skyni að taka á móti,
varðveita og veita aðgang að skilaskyldum gögnum ásamt því að
hafa eftirlit með að þessi gögn séu í samræmi við ákvæði laga,
reglugerða og settra reikningsskilareglna. Ársreikningaskrá
skal þannig gera úrtakskannanir og athuganir á ársreikningum,
samstæðureikningum og skýrslum stjórna til að sannreyna að
þessi gögn séu í samræmi við ársreikningalög.
Einnig skal hún hafa eftirlit með félögum sem skylt er að beita
alþjóðlegum reikningsskilastöðlum IFRS eða nýta sér heimild
til beitingar þeirra samkvæmt kafla VIII í ársreikningalögunum
og reglugerð 1606/2002 um beitingu alþjóðlegra
reikningsskilastaðla. Áhersluatriði Evrópska verðbréfeftirlitsins
(ESMA) eiga líka við um IFRS félög en ársreikningaskrá er
meðlimur í þeim samtökum. Mun ríkari heimildir gilda fyrir
skráð félög og félög sem gera upp samkvæmt IFRS en félaga
sem gera upp samkvæmt íslenskum ársreikningalögum (IS-
GAAP). Meðal annars hefur ársreikningaskrá valdheimildir til
eftirfarandi aðgerða:
• Ársreikningaskrá getur krafist allra þeirra upplýsinga og
gagna sem nauðsynleg eru til að framkvæma eftirlitið,
þ.m.t. vinnuskjöl sem varða reikningsskil frá stjórn,
framkvæmdastjóra og endurskoðanda félagsins.
Ársreikningaskrá getur lagt dagsektir á eftirlitsskyld félög,
veiti þau ekki umbeðnar upplýsingar innan hæfilegs frests.
• Komist ársreikningaskrá að þeirri niðurstöðu að
reikningsskil eftirlitsskylds félags séu ekki í samræmi við
ákvæði laganna getur ársreikningaskrá krafist þess að
reikningsskilin séu leiðrétt og að félagið birti breytingar og/
eða viðbótarupplýsingar sem nauðsynlegar eru. Skráin
getur birt opinberlega upplýsingar um nauðsynlegar
breytingar verði félagið ekki við körfum hennar. Þessu til
viðbótar getur ársreikningaskrá óskað eftir því við
viðkomandi kauphöll að viðskiptum með verðbréf
eftirlitsskylds félags verði hætt tímabundið á skipulegum
verðbréfamarkaði, þar til félagið hefur birt fullnægjandi
reikningsskil og/eða viðbótarupplýsingar að mati
ársreikningaskrár. Úrskurði ársreikningaskrár er kæranlegur
til ráðherra inna 14 daga frá því hann er kynntur félagi.
• Ársreikningaskrá er heimilt að kalla aðila með
sérfræðiþekkingu til aðstoðar við eftirlit. Jafnframt er
ársreikningaskrá í einstökum tilvikum heimilt að fela
sérfróðum aðilum það eftirlit sem ársreikningaskrá er falið
samkvæmt lögum þessum.