FLE blaðið - 01.01.2020, Page 18
18 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020
6. Hlutdeildaraðferð
a. Sérstaklega mun verða fylgst með að félögum
sem skylt er að beita hlutdeildaraðferð geri það.
Samkvæmt ársreikningalögum er meginreglan að færa
eignarhluti í dóttur- og hlutdeildarfélögum samkvæmt
hlutdeildaraðferð. Samkvæmt 40. gr. er heimilt að
styðjast við kostnaðarverð þegar heimilt er að halda
dótturfélögum utan samstæðureiknings, sbr. ákvæði
70. gr.
b. Það er skilyrðum háð að mega „halda dóttur- og hlut-
deildarfélögum utan samstæðureiknings“. Þá er eignar-
hlutur færður sem sérstakur liður í efnahags reikningi.
Halda má þó dótturfélagi utan samstæðu reiknings, sbr.
2. málsl. 1. mgr. 67. gr., ef:
i. það hefur óverulega þýðingu fyrir rekstur eða
efnahag samstæðunnar vegna smæðar þess,
ii. stjórnun þess er ekki lengur í höndum eigenda þess
eða verulegar og varanlegar hömlur koma að miklu
leyti í veg fyrir að móðurfélagið nýti rétt sinn yfir
eignum dótturfélagsins eða til að stjórna því,
iii. [í algjörum undantekningartilvikum]1) ekki er unnt
að afla nauðsynlegra upplýsinga tímanlega og án
óeðlilegs kostnaðar eða,
iv. það hefur ekki áður verið fellt inn í samstæðureikning
og móðurfélagið aflaði eignarhlutanna eingöngu í
þeim tilgangi að endurselja þá.
Liðir 1 til 4 á við um bæði ársreikninga sem gera upp samkvæmt
IS-GAAP og IFRS, en liðir 5 og 6 eiga sérstaklega við um
ársreikninga sem gera upp samkvæmt IS-GAAP:
Um stærðarmörk félaga sem kveðið er á um 2. gr. laga
um ársreikninga segir í 11. tölulið e að við útreikning
viðmiðunarmarka móðurfélags skuli miða við stærðir í
samstæðureikningi fyrir þau félög sem semja slíkan reikning
en leggja skal saman viðmiðunarmörk móðurfélags og allra
dótturfélaga ef móðurfélagið semur ekki samstæðureikning.
Þetta getur leitt til þess að þó svo að móðurfélag færi eignarhlut
í dótturfélagi á kostnaðarverði þá teljist móðurfélagið sjálft vera
stærra félag en stærðir í ársreikningi þess gefa til kynna.
Þetta ákvæði hefur áhrif á upplýsingagjöf í ársreikningi
móðurfélags burtséð frá því hvort samstæðureikningurinn
er saminn eða ekki og getur einnig haft áhrif að félagi sé
skylt að semja samstæðureikning sem leiðir þá til þess að
ársreikningur móðurfélags og samstæðureikningur eru orðnir
endurskoðunarskyldir þrátt fyrir að móðurfélagið eitt og sér sé
undir mörkum endurskoðunarskyldu.
Samkvæmt upplýsingum frá ársreikningaskrá hefur verið
ákvarðað í nokkrum málum þar sem eignarhlutir í dóttur- og
hlutdeildarfélögum hafa verið færðir á kostnaðarverði og hefur
niðurstaðan nær undantekningarlaust verið sú að viðkomandi
félagi hafi verið skylt að beita hlutdeildaraðferð.
Ágústa Katrín Guðmundsdóttir
Frá Reikningsskiladegi.