FLE blaðið - 01.01.2020, Qupperneq 23

FLE blaðið - 01.01.2020, Qupperneq 23
23FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020 Síðast en ekki síst vil ég nefna líflegt erindi sem við sem sátum ráðstefnu félagsins í Brussel upplifðum en það var eitthvað sem mætti kalla „leikþáttur“ með yfirskriftinni „Creativity, You and the Future“ eða í lauslegri þýðingu – sköpunarmáttur, þú og framtíðin sem fluttur var af hinum þekkta fyrirlesara Nigel Barlow. Á starfsárinu voru haldin átta námskeið, fræðslufundir og aðrir viðburðir og var mætingin nánast sú sama og árið áður þrátt fyrir að námskeiðin hafi verið einu færri vegna ferðar félagsmanna til Brussel. Má segja að þar hafi eitt námskeið slegið í gegn hvað varðar mætingu en tæplega eitt hundrað félagsmenn mættu á umfjöllun Signýjar og Atla Þórs um meðferð á eignarhlutatengdum greiðslum (IFRS 2 og lög um ársreikninga). Var það fjölmennasta mætingin á einstaka viðburð fyrir utan ráðstefnur félagsins en að venju var Skattadagur FLE best sótti viðburðurinn en þar mættu 184. Einnig má nefna áhugavert námskeið um þrotabú og reglur sem þar gilda og aðkomu endurskoðenda að þrotabúum eða réttara sagt aðkomuleysi. Þessu málefni var síðan fylgt eftir með bréfi til allra dómstjóra á landinu þar sem bent var á það ákvæði laga um gjaldþrotaskipti hvað varðar skipan skiptastjóra að í þeim tilfellum þar sem þörf er á skipan tveggja skiptastjóra þá sé mjög mikilvæg sú sérfræðiþekking sem endurskoðendur búa yfir sem snýr m.a. að reikningshaldi og fjármálum fyrirtækja. Í slíkum tilfellum eiga héraðsdómarar því að taka það til alvarlegrar skoðunar og sjá til þess að annar af tveimur skiptastjórum sé endurskoðandi. Afrit af bréfinu var jafnframt sent á alla félagsmenn og má segja að almenn ánægja hafi ríkt með þetta frumkvæði félagsins enda eitt af megin hlutverkum þess að gæta hagsmuna endurskoðenda og styðja við starfsumhverfi þeirra. Á Skattadegi steig meðal annarra í ræðustól nýskipaður Ríkisskattstjóri sem sagði frá hugmyndum sínum um nánara samstarf við félagið með stofnun vinnuhóps til þess að vinna með ábendingar FLE. Þegar leið á árið þá sýndi embætti hans það í verki og gerðar voru margar smáar en góðar breytingar á fjölmörgum lögum sem munu skila endurskoðendum til að mynda lengri framtalsfrest en verið hefur. NEFNDARSTÖRF Fastanefndir félagsins eru sex talsins, en þær eru: Álitsnefnd, Endurskoðunarnefnd, Gæðanefnd, Menntunarnefnd, Reikningsskilanefnd og Skattanefnd. Þessar nefndir eru félaginu mjög mikilvægar og veita starfsemi þess ómetanlegan faglegan stuðning. Álitsnefndinni berast ýmis erindi árlega til skoðunar og þá aðallega frá Nefndasviði Alþingis og bar þar hæst á liðnu ári frumvarp til laga um endurskoðendur og endurskoðun og veitti nefndin ítarlega umsögn um frumvarpið sem nú er orðið að lögum. Endurskoðunarnefndin fylgist að venju með því sem er að gerast á sviði endurskoðunar og kom meðal annars að umsögn nýrra laga um endurskoðendur ásamt því að skipuleggja Endurskoðunardag félagsins. Eitt af hlutverkum Menntunarnefndarinnar er að hafa heildaryfirsýn á framboði og vali umfjöllunarefnis á ráðstefnum og námskeiðum og þá sérstaklega Haustráðstefnu félagsins. Jafnframt ber nefndinni að fylgjast með námsframboði innan háskólaumhverfisins og í því samhengi hélt nefndin meðal annars fund með svokallaðri ungliðanefnd FLE sem er stjórnskipuð nefnd á vettvangi FLE. Að venju var hlutverk Gæðanefndarinnar að stýra framkvæmd gæðaeftirlitsins á grundvelli reglna þar um sem settar eru af Endurskoðendaráði. Jafnframt á nefndin fundi með ráðinu varðandi fyrirkomulag eftirlitsins og skipuleggur ásamt ráðinu Athyglisverður endurskoðunardagur.

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.