FLE blaðið - 01.01.2020, Page 26
26 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020
Á undanförnum árum hefur félagslegt, umhverfislegt og
efnahagslegt virði sem fyrirtæki skapa fyrir hagsmunaaðila
sína fengið mikla athygli í viðskiptalífinu. Þrátt fyrir að lengi
hafi verið viðurkennt að samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja leiki
einstakt hlutverk í að bæta velferð þjóðfélaga, þá hafa markmið
um samfélagsmál ekki skilað sér nægilega vel í stefnumótun
fyrirtækja. Litið hefur verið á þetta hlutverk sem óbeina
afleiðingu af starfsemi þeirra og að ólíklegt sé að það muni leiða
til verðmætasköpunar til lengdar1.
Þetta hefur verið að breytast og víða um heim hafa fyrirtæki
í auknu mæli verið gerð ábyrg fyrir hlutverki sínu í að skapa
samfélagslegt virði. Þá eru vaxandi vísbendingar um að
hagsmunaaðilar geri kröfu um að fyrirtæki taki að sér stærra
hlutverk til að taka á samfélagsmálum. Á Íslandi hefur til dæmis
tilskipun Evrópusambandsins 2014/95/EU um ófjárhagslegar
upplýsingar verið innleidd í lög um ársreikninga nr. 3/2006.
Innleiðingin er gerð til að bæta upplýsingagjöf til hagsmunaaðila
1. EPIC (Embankment project for inclusive capitalism) report
HEIMSMARKMIÐ
SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
UM SJÁLFBÆRA ÞRÓUN – SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ ENDURSKOÐENDA
Margrét Pétursdóttir endurskoðandi, Sigurður S. Jónsson og
Guðmundur Már Þórsson hjá EY