FLE blaðið - 01.01.2020, Page 30

FLE blaðið - 01.01.2020, Page 30
30 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020 í baráttu gegn fjársvikum og spillingu, með því að sýna fagmannleg og siðferðisleg vinnubrögð m.a. með því að fara eftir siðareglum fyrir endurskoðendur og stuðla þannig að menningu og umhverfi fyrir siðferðislega hegðun. Þá þurfum við, endurskoðendur, að vera talsmenn fyrir góðum stjórnarháttum og lagasetningu sem byggir á gegnsæi. Samvinna um markmiðin: byggir á því að samvinna um markmiðin snúist um að styrkja framkvæmd og blása lífi í alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun. Úrræði heimamanna verði styrkt, meðal annars með alþjóðlegum stuðningi við þróunarlönd, til að bæta skattkerfið og aðra tekjuöflun. Kallað verði eftir viðbótarfjármagni hvaðanæva að til handa þróunarlöndum. Efldur verði alþjóðlegur stuðningur við þróunarlönd til að ýta úr vör skilvirkri og hnitmiðaðri uppbyggingu með hliðsjón af landsáætlunum sem fela í sér sjálfbær þróunarmarkmið, þ.m.t. samstarf milli svæða í norðri og suðri, innan suðursvæða og þríhliða samstarf. Auka efnahagslegan stöðugleika um allan heim, meðal annars með samræmdri stefnumörkun. Bæta samræmda stefnu varðandi sjálfbæra þróun. Alþjóðlegt samstarf um sjálfbæra þróun verði aukið með stuðningi fjölda hagsmunaaðila, sem miðla af þekkingu sinni og sérfræðikunnáttu, veita tæknilegar úrlausnir og fjármagn, í því skyni að ná fram þróunarmarkmiðunum um sjálfbærni í öllum löndum, einkum þróunarlöndunum. Heimsmarkmiðin munu ekki nást nema atvinnulífið styðji við samvinnu aðila til að takast á við þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir. Samvinnan getur verið þvert yfir virðiskeðjuna, innan atvinnugreinar, með stjórnvöldum eða öðrum samtökum. Endurskoðendastéttin, ásamt stjórnvöldum og skattgreiðendum, gegna þar mikilvægu hlutverki við að betrumbæta tekjuöflun á landsvísu, koma í veg fyrir undanskot frá skatti og ólöglegt sjóðstreymi. Öll 17 heimsmarkmiðin tengjast innbyrðis. Þegar unnið er að einu markmiði þá hefur það keðjuverkandi áhrif á önnur markmið. Aðalinntak heimsmarkmiðana er að engir einstaklingar eða hópar verði skildir eftir. Meginatriði markmiðanna er að útrýma fátækt í allri sinni mynd, tryggja öllum mannréttindi, stuðla að friði um allan heim og þar með auka frelsi fólks. Ljóst er að endurskoðendur hafa mikilvægu hlutverki að gegna í heimsmarkmiðunum og mun meira heldur en flest okkar gera sér grein fyrir. Mikilvægt er að við í stéttinni séum vakandi fyrir öllu sem við getum gert til að vinna að markmiðunum, bæði hvað varðar okkar eigin vinnustaði og einnig með því að aðstoða viðskiptavini okkar. Eitt er að vinna í samræmi við markmiðin, annað að segja frá því hvaða árangur hefur náðst og/eða veita öðrum aðstoð við frásögnina og hið þriðja að veita óháða staðfestingu á upplýsingagjöf fyrirtækja til markaðarins um hvernig þau vinna að markmiðunum en sá akur er alveg óplægður hér á landi.

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.