FLE blaðið - 01.01.2020, Side 32

FLE blaðið - 01.01.2020, Side 32
32 FLE BLAÐIÐ JANÚAR 2020 ljósi á fylgni við lögbundnar skýringarkröfur ársreikninga- laganna, skilja hvaða þættir hafa áhrif á fylgnina og hvar helst er þörf á úrbótum í upplýsingagjöf. Hér á eftir verður stiklað á stóru um framkvæmd og helstu niðurstöður rannsóknarinnar. RANNSÓKNIN Í HNOTSKURN Við val á úrtaki ársreikninga í rannsóknina var byggt á lista Frjálsrar Verslunar yfir 300 stærstu fyrirtækin á Íslandi. Talsverð vinna er fólgin í yfirferð yfir hvern ársreikning og úrtakinu því nokkur takmörk sett. Í heild lentu 84 ársreikningar í lokaúrtakinu en úrtaksstærðir sambærilegra rannsókna hafa verið á bilinu 35 – 350 ársreikningar. Eingöngu var um að ræða félög sem gera ársreikninga í samræmi við íslensku ársreikningalögin og þá voru fjármálafyrirtæki undanskilin. Félögin í úrtakinu voru af öllum stærðum og gerðum en í töflu 1 má sjá nokkrar lykilbreytur sem notaðar voru í rannsókninni. Við greiningu á hversu vel félögin fylgdu skýringarkröfum ársreikningalaganna var útbúinn gátlisti um þau atriði sem þurfa að koma fram í samræmi við lög um ársreikninga og reglugerð 696/1996 um framsetningu og innihald ársreikninga og samstæðureikninga. Við gerð gátlistans var lögð áhersla á að innifela eingöngu atriði sem utanaðkomandi aðili gat staðfest að væru til staðar. Gátlistinn innihélt 60 atriði en við lokagreiningu á niðurstöðum var sleppt atriðum sem áttu við 10 fyrirtæki eða færri. Greining á niðurstöðum byggði því á 44 atriðum sem lögbundið er að komi fram í skýringum með ársreikningum. Stærsta áskorunin við yfirferð á skýringum var að meta hvort skýringar vantaði því þær áttu ekki við eða hvort um væri að ræða upplýsingar sem raunverulega vantaði. Þeirri almennu reglu var beitt við yfirferðina að ef upp kom vafamál vegna tiltekinna atriða var félagið látið njóta vafans. Helstu niðurstöður Í töflu 2 má finna yfirlit yfir heildarniðurstöður rannsóknarinnar. Meðaltalsfylgni allra ársreikninga í úrtakinu var 75%. Félagið sem skoraði hæst var með 97% fylgni en lægst var fylgnin 21%. Það kemur ekki á óvart að það eru sterk tengsl á milli stærðar fyrir tækis og fylgni við skýringarkröfurnar. Meðaltalsfylgni félaga með veltu yfir 9 milljarða er t.d. 84%. Sú fylgni er að mestu í samræmi við niðurstöður erlendra rannsókna fyrir sambærileg félög. Það fundust líka tengsl á milli fylgni við skýringarkröfur og áritunardags þar sem fylgnin var minni eftir því sem félög skiluðu seinna inn ársreikningi. Endurskoðun skiptir líka verulega máli enda var fylgni félaga sem skiluðu endurskoðuðum ársreikningi 81% samanborið við 59% fylgni þeirra félaga sem voru óendurskoðuð. Ekki komu fram tengsl annarra þátta sem skoðaðir voru við skýringarkröfurnar s.s. aldur fyrirtækis, atvinnugrein eða fjárhagsstaða. Á þeim tíma sem rannsóknin nær til var félögum heimilt að skila inn samandregnum ársreikningum. Við yfirferð ársreikninganna var gátlisti vegna þeirra félaga aðlagaður til að endurspegla minni skýringarkröfur. Fylgni samandreginna ársreikninga var 65% samanborið við 81% hjá félögunum sem skiluðu fullbúnum ársreikningum. Þessum niðurstöðum var fylgt eftir og ársreikningar sömu félaga skoðaðir eftir að heimild til að skila inn samandregnum ársreikningum var felld úr gildi (Rakel Ingvarsdóttir, 2019). Í ljós kom að fylgni sömu félaga var orðin 80% og því vísbendingar um að umtalsverðar framfarir hafi orðið á skýringum þeirra félaga sem áður skiluðu inn samandregnum ársreikningum. Skýringuna á bættri fylgni má að einhverju leyti rekja til þess að hlutfall endurskoðaðra ársreikninga í þessum hópi fyrirtækja fjölgaði úr 37% í 57%. Þessar niðurstöður undirstrika enn frekar mikilvægi á aðkomu endurskoðenda og endurskoðunar við að tryggja gæði ársreikninga. Hér spilar l íka inn í eftir l itshlutverk ársreikningaskrár sem hefur undanfarin ár hert eftirlit sitt með ársreikningum, t.d. með því að hafna fleiri óendurskoðuðum ársreikningum þeirra félaga sem eru endurskoðunarskyld. Tafla 2 Heildarniðurstöður Fjöldi Meðaltal Min Max Fylgni úrtaksins 84 75 22 97 Ýmiss samanburður á fylgni Fjöldi Meðaltal Min Max Stærð - Eignir > 9 milljarð. kr. 21 84* 72 97 Stærð - Eignir < 300 millj.kr. 21 63 22 89 Endurskoðaðir ársreikningar 61 81* 60 97 Óendurskoðaðir ársreikningar 23 59 22 89 Aldur fyrirtækis > 15 ár 22 80 22 96 Aldur fyrirtækis < 40 ár 21 81 65 97 Eiginfjárhlutfall > 60% 21 74 42 90 Eiginfjárhlutfall < 60% 21 74 22 96 Áritunardagur - fyrir 15. mars 22 80* 63 96 Áritunardagur - eftir 15. júní 21 67 22 97 * Tölfræðilega marktækur munur á fylgni Tafla 1 Félög í úrtaki - nokkrar lykilstærðir Fjöldi Meðaltal Min Eignir í millj.kr. 10.420 41 203.973 Eiginfjárhlutfall 38% -75% 91% Aldur fyrirtækis (ár) 26 2 54 Fjöldi daga frá lokum reikningsárs til undirritunar ársreiknings 128 20 363

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.