Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 47

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 47
stuðningi sínum við málstað íslands í landhelgisdeil- unni við brezka togaraútgerðarmenn. Heitir þingið á ríkisstjórn Islands að hvika í engu í landhelgismálinu, hvaða ofbeldisaðgerðum sem brezkir útgerðarmenn kunna að beita, en gera þegar ráðstaf- anir til vinnslu togaraafla okkar innanlands, meðan á deilunni stendur. Jafnframt leiti ríkisstjórnin aðstoðar Sameinuðu þjóðanna, ef nauðsynlegt þykir, til þess að viðskipta- samningar íslands við Bretland séu hafðir í heiðri og landhelgi íslands virt eins og hún hefur verið ákveðin, þar til ákvörðun hennar hefði þá verið hnekkt fyrir alþjóðadómstólnum í Haag. Tillagan flutt af Hannibal Valdimarssyni, Guðmundi G. Kristjánssyni og 15 öðrum fulltrúum af Vestfjörðum. Um að skip verði í heimahöfn á sjómannadaginn og jólum. 23. þing Alþýðusambands íslands vítir það að margir útgerðarmenn virðast kappkosta að hafa skip sín fjarri heimahöfn á sjómannadaginn. Skorar þingið á forráðamenn skipa cg þá sérstaklega skipstjóra að gera sitt ýtrasta til að sem allra flest skip verði í heimahöfnum á sjómannadaginn og á jólunum. Tillagan flutt af Tryggva Helgasyni, Sigfúsi Bjarna- syni o. fl. Um frádrátt af tekjurn við útreikning skatta vegna kaupa á hlífðarfötum. 23. þing Alþýðusambands Islands skorar á Alþingi það, er nú situr að samþykkja frumvarp Jónasar Arna- 45

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.