Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 49

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 49
ing þeirra hækkað að sama skapi, en það verður að teljast óeðlilegt að afkoma seljandans sé betri eftir því sem varan er dýrari í innkaupi, og þess vegna má búast við að full tilhneiging innflytjandans verði til að kaupa sem dýrasta vöru, þá lítur þingið svo á, að hverfa beri frá % álagningunni, og álagning verði miðuð við þyngd, mál eða hlut. Urn verzlunarbann á brezkum vörum. 23. þing Alþýðusambands Islands skorar á: 1. Allan almenning að kaupa ekki brezkar vörur meðan löndunarbannið er í gildi. 2. Kaupfélög, kaupmenn og aðra innflytjendur að hætta að verzla með brezkar vörur og auglýsa það í verzl- unum sínum. FRÁ LANDBÚNAÐARNEFND. Um nýbýli og byggðahverfi, áburðarverksmiðju og inn- fiutning tækja og véla. 23. þing A. S. I. leggur áherzlu á það, að jafnan séu nægar neyzluvörur frá landbúnaðinum á markaðinum og að landbúnaðinum séu sköpuð skilyrði til þess að hann sé jafnan eftirsóttur atvinnuvegur. Til þess að ná þessu marki, vill þingið vísa til ályktunar síðasta þings í þessum málum. Um áburðarverksmiðju. Þingið fagnar því að hafin er bygging áburðarverk- smiðjunnar og telur hana þýðingarmikið spor til að örva æskilega þróun landbúnaðarins. Ennfremur leggur þingið áherzlu á, að landbúnaðinum sé séð fyrir inn- 47

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.