Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 71

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 23.11.1952, Side 71
1. Að atvinnuleysi og lítil kaupgeta verkalýðsins er sameiginlegt böl beggja þessara stétta, er skapar markaðskreppu fyrir landbúnaðarafurðir sem veldur alhliða samdrætti í framkvæmdum til sveita og þar með verri og versnandi afkomu bænda sem verka- fólks. 2. Að dýrtíðin og lánsfjárkreppan er einnig sameigin- legur bölvaldur þessara stétta og að þau þjóðfélags- öfl sem vilja stuðla að og vernda ríkjandi ástand í þessum málum vinna þessvegna gegn hagsmunum þeirra og allri afkomu. 3. Að þessar stéttar báðar þurfa að gera ákveðnar kröfur til Alþingis og ríkisstjórnar um að ráða þegar bót á ríkjandi atvinnuleysi, með því m. a. að leysa fjármagnið úr þeim viðjum, sem það nú er í (s. m. b. lánsfjártregðan) og koma í veg fyrir að erlendur varningur troði skóinn niður af innlendum iðnaði í trássi við hagsmuni þjóðarinnar eins og nú á sér stað. Tillagan flutt af Gunnari Stefánssyni og Árna Jóns- syni. Um vinnuréttindi. 23. þing A. S. í. beinir þeirri áskorun til Alþýðusam- bandsstjórnar að hún beiti sér fyrir því, að brúað verði það bil, sem oft verður vart milli verkalýðsfélaga í sveitum annars vegar og verkalýðsfélaga í kaupstöð- um hins vegar, hvað snertir vinnuréttindi. Tillagan er flutt af Gunnari Stefánssyni og Árna Jónssyni. 69

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.