Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Blaðsíða 2
2 Framkvæmdafréttir nr. 710
2. tbl. 29. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 710
2. tbl. 29. árg.
3
Gunnar fæddist í Reykjavík 13. desember 1951. Sonur
Dr Med Bjarna Oddssonar læknis (1907-1953) og Ástu
Júlíu Árnadóttur (1914-1997). Móðir hans ólst upp frá
níu til sextán ára aldurs í Norður Dakota í Bandaríkjun-
um en um hana og fjölskyldu hennar hefur verið fjallað
í sex bókum og má þar nefna sögulegu skáldsöguna
„Höll minninganna“ eftir Ólaf Jóhann Ólafsson og
Loftklukkuna eftir Pál Benediktsson. Gunnar á þrjá
eldri bæður, Odd, sem er læknir og fæddur 1935 en
Örn (1937-2006) og Halldór (1940-2011) eru báðir
látnir.
Gunnar Bjarnason forstöðumaður jarðefnadeildar
lét af störfum hjá Vegagerðinni nýverið eftir rúmlega
hálfrar aldar starf. Hér verður rætt við Gunnar um
uppvaxtarár hans og skólagöngu, rifjaðar upp sögur
úr brúarvinnunni þar sem ýmislegt var brallað og
farið yfir helstu störf hans og rannsóknir.
„Pabbi var í framhaldsnámi í læknisfræði fyrir
stríð í Danmörku og Þýskalandi og varð fjölskyldan
innlyksa erlendis öll stríðsárin. Pabbi Bjarni lést í bílslysi
á gatnamótum Miklubrautar og Grensásvegar haustið
1953, sem var að sjálfsögðu mikið áfall fyrir okkur
öll,“ lýsir Gunnar en móðir hans giftist síðar Dr Med
Jóhannesi Björnssyni lækni (1907-1966) og Gunnar
eignaðist þar með þrjú stjúpsystkini; Valdimar, Björn og
Hildi. Jóhannes lést langt fyrir aldur fram.
Toppurinn að byggja
Borgarfjarðarbrú
↑
Gunnar Bjarnason byrjaði hjá
Vegagerðinni fyrst sem unglingur
í brúavinnuflokki en varð síðar
forstöðumaður jarðefnadeildar.