Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 10.03.2021, Blaðsíða 12
12 Framkvæmdafréttir nr. 710
2. tbl. 29. árg.
Framkvæmdafréttir nr. 710
2. tbl. 29. árg.
13
Kvíá
Verkið við Kvíá í Austur-Skaftafellssýslu fólst í
byggingu nýrrar brúar, rifi á gömlu brúnni og gerð um
eins km langs vegar beggja megin brúar auk tengi-
vegar að áningarstað ofan vegar og vestan Kvíár. Auk
þess var gerður leiðigarður að brúnni.
Brúin er í nýrri veglínu, 35 m suðaustan gömlu
brúarinnar. Yfirbygging er samverkandi stálbitabrú
með steyptu gólfi í einu 32 m löngu hafi. Heildarbreidd
brúarinnar er 10 m, þar af er akbrautin 9 m. Landstöpl-
ar eru steyptir og grundaðir á 12 m löngum boruðum
↑
Nýja brúin yfir Kvíá í forgrunni. Sú gamla í bakgrunni. Mynd: Ístak
↓
Kvíá, gamla brúin.
stálstaurum, samtals 26 stk. undir hvorn landstöpul.
Stálstaurar eru innfylltir af steypu eftir borun.
Verkinu átti að ljúka í nóvember 2020 en vegna
veðurs var ekki hægt að ljúka frágangi og verður það
klárað fyrir sumarið. Umferð hefur þó verið hleypt á
brúna.
Gamla brúin var stálbitabrú með steyptu gólfi á
steyptum stöplum alls 38,3 m að lengd. Hún hefur verið
rifin.