Ský - 01.02.2001, Page 93
Skyr...
íslendingar framleiða besta skyr i heimi.
Kannski ekki merkilegt þegar litið er til
þess að ísland er eina þjóðin sem fram-
leiðir skyr, en merkilegt fyrir þær sakir að
skyr er nú orðinn algengasti hádegisverður
þjóðarinnar. Norðurmjólk framleiðir hið fitu-
litla og prótínríka KEA-skyr sem landsmenn
slást um í mjólkurkælum verslana. Á
síðustu tveimur árum hefur sala á KEA
ávaxtaskyri aukist úr 4-5 tonnum á mánuði
í 60-70 tonn á mánuði. KEA-skyr er þannig
orðið söluhæsta sérvara Norðurmjólkur og
ein af lykilvörunum í starfsemi fyrirtækisins.
Ostar...
Ostur er eitt af því sem alltaf má finna í ísskápum, hversu tómlegt sem þar kann að vera
um aö litast. Sumt fólk er fíkið í osta, á alltaf til frumlegustu tegundirnar og leggur lykkju
á leið sína til að koma við í sérverslunum með osta. Aðrir eru himinsáttir við gula upp-
þornaða skorpu. Norðurmjólk stendur m.a. að þróun og framleiðslu gæðaostanna Búra,
Óðalsosts, Húsavíkur Havartis, gráðaosts og AB-osts. AB-ostur er markfæða (functional
food) sem er algjör nýjung í matvöru og eina markfæðan sem þróuð hefur verið af ís-
lensku fyrirtæki. Osturinn innheldur lifandi a- og b-gerla í miklu magni, en þeir eru einnig í
ab-mjólk. Bæði a- og b-gerlar gegna mikilvægu hlutverki í örverustarfsemi þarmanna en
geta einnig verið mikilvægir í baráttunni við beinþynningu, óæskilegar afleiðingar sýkla-
lyfja og sveppasýkingar.
Jólin ...
I áratug hafa Norðlendingar átt umfram-
kost á jólaskrauti fram yfir aðra landsmenn,
Með mömmukökum og spesíum stendur
mjólkurfernan gyllt og dásamleg á eldhús-
borði Norðlendinga en mjólkurbílstjórar
Norðurmjólkur finna trúlega boðskap
jólanna í mjólkurhúsum fjósanna framan
við heyjöturnar þegar þeir ná í mjólk í
desemþermyrkrinu. Iklæddar stjörnum,
hjörtum og jólabjöllum hafa jólamjólkur-
fernur Norðurmjólkur orðið ómissandi
þáttur í helgihaldi Norölendinga.
Kusurnar ...
Islenska kýrin hefur mikla sérstöðu meðal
stallsystra sinna í heimsbyggðinni. Hún
þykir vinur í raun og er með afbrigðum geð-
góð og hlý. Litarfar hennar er fjölskrúðugra
en annars staðar þekkist og hún er smá-
vaxnari en flest önnur kúakyn. Mjallhvít
mjólkin sem streymir úr spenum islensku
kýrinnar þykir í meðallagi fiturík, en bragðið
einstakt. Greina má sumarlit og sumarbragð
af mjólkinni eftir að kúnum er sleppt úr
fjósunum út í nýgræðinginn á vorin og
fjörlegt bragðið helst yfir sumartímann.
HETJUR NORÐURSINS SKÝ 91