Ský - 01.04.2003, Side 15

Ský - 01.04.2003, Side 15
KYNNING ISLAIMD MEÐ VÍETIMÖMSKUM AUGUM Frumefnin fimm - Ferðadagbækur Claire Xuan eru í Ljósmyndasafni Reykjavíkur frá 24. maí til 1. september. Hvaö á ástkær fósturjörðin sameiginlegt með Víetnam, París, Marokkó og Madagaskar, utan þess augljósa að fljóta upp úr höfum jarðar? Það er nefnilega eitt. Ferðadagbækurnar hennar Claire Xuan, 37 ára víetnamsks ferðalangs sem ung flut- ti til Frakklands. Claire er heilluð af frumefnum jarðar; eldi, vatni, málmi, jörð og tré. Heillar svo aðra með nálgun sinni á þessi sömu frumefni. Fyrir fimm árum stofnaði hún Eléments d'Edition og hóf ætlunarverk sitt I lífinu; að leyfa okkur hin- um að skynja og upplifa hvernig hún festir heiminn á filmu í samhengi við ást sína á frumefnunum. Ferðadagbækur Claire eru einstæóar og til í takmörkuöu upplagi, undirritaðar af listakonunni sjálfri. Bókin um ísland er um vatnið og jörðina, þessi tvö frumefni sem sífellt heyja miskunnlausa baráttu á eyjunni okkar. Claire bætir um betur og fléttar brot af hverju landi inn í ferðadagbækurnar. f okkar tilviki er það ullin, rúnirnar og sagan sem eru einkennismerki lands og þjóðar. ÞLG UPPLÝSINGAMIÐSTÖÐ FERÐAMANNA í REYKJAVÍK Góð íslandsferð hefst í hjarta Reykjavíkur Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík hefur nú aðsetur í glæsilegum húsakynnum á horni Aðalstrætis ogVesturgötu. Þar getur þú nálgast upplýsingar um áhugaverða staði á íslandi, gistimöguleika og þjónustu sem stendur þér til boða á ferð um landið. Líttu inn hjá okkur og kynntu þér hvað (sland hefur upp á að bjóða. í hjarta borgarinnar finnur þú landið afft. Opnunartími Vetrartími I. sept.-31. maí: Virka daga kl. 9:00-17:00 Um helgar kl. 10:00-14:00 Sumartími I.júní-31.ágúst: Alla daga kl. 8:30-18:00 www.visitreykjavik.is Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Reykjavík Aðalstræti 2, 101 Reykjavík, sími: 562 3045 Rafpóstur: tourinfo@tourinfo.is cT «■4 o

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.