Ský - 01.04.2003, Qupperneq 16

Ský - 01.04.2003, Qupperneq 16
MATULEGA GEÐGOÐUR ÞORVALDUR SKÚLASOIM er alnafni og afabarn eins ástsælasta og duglegasta íslendings fyrr og síðar, alinn upp á virðulegasta hóteli landsins og nú sjálfur hótelstjóri á boutique-hótelinu 101 hotel. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir fann nærveru athafnaskáldsins, sem og liðinna anda, umvefja sig í gamla Alþýðuhúsinu. Ertu sammála því að hótel séu sveipuð dulúð, dekri og draumum? Já, ég kalla það oft Disneyland fyrir fullorðið fólk, þar sem hægt er að gleyma leiðindum hversdagsins og halda yfir í aðra veröld. Hótel geta sömuleiðis verið athvarf. Maður þarf ekki að vera næturgest- ur til að koma inn í slíka vin og njóta dekurs og freistinga í draum- heimum. Sniðugt hugtak; Disneyland. En hvað felst í því? Ósvikin skemmtun. Eitthvað sem er gaman, framkallar bros og vellíðan. Aðgangsmiói úr amstri daglegs lífs yfir í draumaveröld fegurðar, hönnunar, fólks, andrúms, skemmtunar og minninga. Hvað fær maður á hóteli sem ekki fæst heima? Hótel er eins og lít- ið leikhús. Leikendur eru starfsfólkið og gesturinn bæði áhorfandi og gagnrýnandi. í slíku leikhúsi, sem er Ifkara draumi en veruleika, má finna smækkaða mynd af samfélagi nútímans. Hér eru útlending- ar í bland við íslendinga, allskyns fólk, allskyns hlutir, allskyns upp- ákomur. Enginn dagur eins. Einmitt. Maður sér hvergi eins áberandi hlutverkaleik og á hótelum, þar sem stykkið gæti allt eins heitið Húsbændur og hjú. Það er al- veg hárrétt. Gesturinn er alltaf húsbóndinn og starfsfólkið hjúin. Baksviös er allt á fullu, en svo þegar fram er komið dettur allt í dúnalogn og virkar óaðfinnanlegt og fínt. Allt gert til að gesturinn komi aftur, því þótt margir komi til að skoða hönnun og hafa fallegt í kringum sig koma þeir örugglega ekki aftur hafi þeim ekki liðið vel og verið ánægðir með þjónustuna. Það er kúnst að blómstra í þessu umhverfi. Hvaða eðlisþætti þarf maður að hafa til að njóta sín? Njóta þess að gefa af sér, vera mátu- lega geðgóður, diplómat sem getur sætt ólík sjónarmið, úrræðagóð- ur og spontant, en umfram allt að brosa og hafa gaman af fólki. Hverjir eru kostir og gallar þess að vera hótelstjóri? Starfið er fjöl- breytt og mér finnst gaman að vera innan um fólk. En starfinu fylg- ir mikil viðvera og fólk hefur ótakmarkaðan aðgang að manni en það er ekki endilega gott fyrir mann sjálfan. Með tímanum hef ég orðið æ ómannblendnari; en veit hverjir eru vinir mínir og reyni að um- gangast þá og rækta. Fólk á stundum erfitt með að virða að maður eigi einkalíf utan vinnutíma og í seinni tíð hefur mér þótt það helsti ókosturinn. Þú virkar svo prúður og agaður. Mætti þó segja mér að þú værir vill- ingur undir sléttu yfirborðinu? Það er fyndið að þú skulir segja þetta. Ég er sannarlega ör og skapmikill, en ég hef lært að aga ákveðna hluti. Villingur er ég kannski ekki, en meiri bóhem en ég vil viður- kenna. Ég reyni hvað ég get að vera agaóur og gera hlutina rétt eft- ir minni sannfæringu en get ekki ákveðið hvorum megin ég stend. Þetta tvennt togast á, en kannski að hótellífið gefi mér tækifæri til að verða agaður bóhem. Þú bjóst og lærðir á Spáni, í Sviss, Þýskalandi, Las Vegas og New York. Hvar kunnirðu best við þig? New York hefur alltaf verið mín uppáhaldsborg. Ég kom þangað fyrst átta ára gamall og þráði hana allar götur síðan. Hún lætur mig aldrei í friði og þangað á ég alltaf afturkvæmt. Dregur fram það besta og versta í sjálfum mér. f New York finn ég best bóheminn í sjálfum mér; drekk í mig mannhafið, daðra við lífið, er laus við skyldur og ábyrgðir og finnst það gott. En um leið er hún harður húsbóndi, dregur frá manni orku og kostar mikið. Maður er sífellt á tánum gagnvart henni þvi annars verður maður undir, og hvergi í heiminum veröur maður eins einmana. Freistingar á hverju strái og auðvelt að sogast inn í óheppilega heima; auðvelt að týna sjálfum sér. Talandi um Disneyland fyrir full- orðna, þá er New York höfuðborg heimsins, heillar mig óendanlega og gefur mér svigrúm til að vera ég sjálfur. En ekki Reykjavík? Það truflar mig stundum hvað Reykjavík er mik- ill Kardimommubær, þótt mér líöi andlega mjög vel á fslandi. En þarna er Bastian bæjarfógeti og þarna Soffía frænka. Og maður verð- ur að hlýða þeim lögmálum sem þar gilda, annars stingur maður í stúf. Stundum vill maður bara þekkja mátulega marga. Ekki það að maður vilji ekki heilsa, en stundum vill maður fá að vera maður sjálf- ur í sínum eigin þönkum og þá þætti mætti fólk taka meira til greina. Hvernig kemuröu íslandi til skila á 101 hotel? íslandi er strax kom- ið til skila þegar horft er á húsið, sem er eitt af fallegri fúnkis-hús- um í Reykjavík, að utanverðu. Húsið er alsett fslenskri hrafntinnu og öll efnistök og litir innandyra íslensk; svartur, brúnn, hvítur og blár, íslensk ullarteppi á gólfum og íslensk myndlist á veggjum. Ég skynja strax magnaóan draugaganginn hér í gamia Alþýóuhúsinu. Merkilegt þú skulir segja þetta, því hér fæst nefnilega alíslenskur draugagangur í kaupbæti. Það hefur gengið á ýmsu, bæði skemmti- legu og öðru miður. Hér eru fleiri á ferli en maður sér og ég hef sjálf- ur á tilfinningunni að þetta sé hús þar sem margir hafa orðið eftir. Þú ert sjálfur alinn upp á Hótel Holti og þekkir langan vinnudag hót- elstjórans í gegnum Skúla Þorvaldsson, föóur þinn. Það á ekki við um þig aó brennt barn forðist eldinn? Jú, ég hef stundum hugsað það þannig og sakna þess að hafa ekki meiri tíma fyrir sjálfan mig- Starfið býður upp á að maður vanræki sjálfa sig og aðra í leiðinni. En það var skemmtilegt að alast upp á hóteli. Maður hafði ekki þessar fullorðinsáhyggjur heldur upplifði einungis skemmtilegu hlut- ina. Er þó í fersku minni hvað pabbi fór eldsnemma á morgnana og kom ekki heim fýrr en eftir að ég var sofnaður. Eins var með afa minn. Og svo mig. Held samt að þetta sé meiri vinnufíkn en eitthvaó í blóðinu. Hver er dýrmætasta lexían úr þessum bransa frá föóur þínum? Aö þykja vænt um og hafa áhuga fyrir starfinu sínu og hugsa vel um heilsuna. Því án hennar getur maður ekki hugsað, notið þess að vera til né unnið. En hvers vegna tókstu ekki við Holtinu þegar faðir þinn lét af starfi hótelstjóra? Það einfaldlega átti ekki fyrir mér að liggja. Á þeim tíma áttum við pabbi ekki skap saman og með REX bauðst mér ákveðið tækifæri. Þar öðlaðist ég reynslu sem ég hefði ekki fengið undir verndarvæng fjölskyldunnar. Ég vildi gera hlutina á minn hátt, vildi meira sjálfstæði og standa og falla með eigin gjörðum. Það er hverjum manni hollt. Því það er miklu erfiðara að marka spor en að feta annarra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.