Ský - 01.04.2003, Side 34

Ský - 01.04.2003, Side 34
aö giftast ríkri konu því ég var mjög vel stæður sjálfur og hafði ver- ið á eigin forsendum frá því löngu áður. En það er ekki hægt að sannfæra fólk um eitthvað sem það vill ekki trúa og ég sé ekki ástæðu til að afsaka mig eða mitt líf. Ég er þó ekki viss um að þeir sem verðlauna eða kaupa myndirnar mínar erlendis hafi nokkra einustu hugmynd um líf mitt á íslandi. Hefur þú fundið fyrir því að vera einn af þeim sem þjóðin elskar að hata milli þess sem hún elskar af heilum hug? Ég hef í það minnsta aldrei verið ósnertanlegur og sem betur fer aldrei komist í þá stöðu aó vera ofmetinn. Það er nefnilega miklu verri staða að vera aldrei gagnrýndur. Ég hef frá fyrstu ttð komið fólki á óvart og það er eitt- hvað í þeim skilaboðum sem segir mér að viðkomandi hafi ekki bú- ist við miklu af mér. Það er mjög góð staða að vera í. Ég held það sé hvorki nærandi né orkugefandi að vera undrabarn sem enginn þorir að snerta. Því þá lokast maður inni í sinni eigin velgengni. Getur þá verið, í því samhengi, að þú sækist í þær aðstæður að eignast hæfilegan skammt af óvildarmönnum? Ég hef ofsalega gaman af Hallgrími Helgasyni því hann er svo sannleiksleitandi. Hann er nútímamaður sem skoðar umhverfi sitt með opnum huga. Hefur gagnrýnt vinstri menn, og þá hélt Sjálfstæðisflokkurinn að hann ætti hann, en þá réðst hann að íhaldinu því hann skipar sér ekki t flokka og er eðlislægt að segja það sem í brjósti hans býr. Ég kann vel að meta þetta element hjá Hallgrími þótt það sé vitaskuld rakið til þess að eignast óvini. Hef oft hugsað að það sé vegna þess að ég hef svipuð element sjálfur. Ég vil ekki láta flokka mig niður eða skipa í bása. Og þetta element okkar hefur skapað okkur báð- um ákveðna óvild. En það er ekki eins og við eigum eitthvað bágt fyrir bragðið. Ónei, maður kallar þetta yfir sig með því að vekja þessa miklu athygli á sjálfum sér, búa til listaverk og sýna þau. ÞRÍFST EKKI í FLOKKASTARFI Ertu pólitíkus í hjarta þér? Ég hef alltaf haft sterkar skoöanir á umhverfi mínu út frá mannúðlegu sjónarmiði og það er mín pólitík. Kannastu við smábæjarviðhorf íslendinga til þeirra sem gengur vel? Að þú verðir aldrei neitt betri en við hin. Já, auðvitað, og þetta smábæjarviðhorf var mjög sterkt í Hafinu þar sem allir voru settir niður á sama plan. En sem betur fer er þetta langt í frá al- gilt. Stór hópur fólks kann að meta það sem ég geri og það komu nú sextíu þúsund manns á Hafið svo einhver hlýtur að hafa verið ánægður. Ég fæ umvörpum hrós og þakkir frá ókunnu fólki og þá finnur maður að fslendingar geta líka verið stórir í sér. Af hverju hættirðu samstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn eftir fram- boðið 1999? Ég fór í framboðið af heilum hug, þótt ég hafi aldrei ætiað mér metorð í pólitík. Sagði það sem mér fannst, hvort sem fólki líkaði betur eða verr, og kom heill fram allan tímann. Ég er hins vegar fyrsti maður til að viðurkenna að ég hafi kannski færst of mikið í fang á þessum tíma. Kosningamál mín urðu þó aö veru- leika, eins og lengdur opnunartími veitingahúsa sem ég taldi vera einu lausnina á miðbæjarvandanum sem ekki er lengur talað um. Oft er frelsið besta lausnin. Held þú verðir samt að fara í pólitík aftur. Þar er svoddan skortur á rétthugsandi nútímamönnum. Ég þrífst ekki í flokkastarfi. Get ekki talað sem samjafnari einhverra manna. Get ekki mótað skoð- anir mínar út frá skoðanakönnunum. Vil frekar koma skoðunum mínum á framfæri í gegnum listina. Þannig var mjög meðvitað að koma umræðunni um kvótakerfið af stað í Hafinu og auðvitað al- gjörlega þvert á þann pólitíska flokk sem ég hef bundið klafa minn við, eða gerði. Ertu óhress með kvótakerfið? Fyrir mér er augljóst að þetta get- ur ekki gengið svona. Það á að opna þetta eins mikið og hægt er svo þeir sem vilji og geti séu í sömu aðstöðu og aðrir að sækja sjóinn. Vitaskuld undir þeim kringumstæðum að vió klárum ekki fiskinn og séum fær um að stjórna magninu sem við veiðum. Hvaða kerfi hentar best er svo tæknileg útfærsla, en það er alveg Ijóst að kvótakerfið, sem ég er sannfærður um að var sett á í góð- um tilgangi og breyttist svo í andstæðu sína, virkar ekki rétt. Ég er ekki að fella áfellisdóm um mennina sem settu það á, en áfell- isdómurinn felst í því að þeir eru ekki tilbúnir aó endurskoða af- stöðu sína. Það er algjörlega óeðlilegt að menn selji kvóta sem þeim vargefinn fyrir milljarða og gangi, eins og ekkert sé, með þá út úr faginu meðan heiiu byggðarlögin fara í eyði. Ég er ekki viss um að kvótakerfið sé rétta tækió til að ákveða hvar á landinu sé búseta. Fólkið á hverjum stað þarf að taka þá ákvörðun sjálft og hafa tii þess möguleika að byrja í faginu aftur. Hvernig ræktaróu trúarþörf þína sem kaþólskur maður? Ég hug- leiði trúna mikió út frá siðferðislegum boðskap hennar. Öll vest- ræn samfélög eru byggð upp út frá gildum Biblíunnar sem vió höf- um svo ákveðið að hlýða. Held það skipulag sé að mörgu leyti afar vel heppnað. Hef verið að horfa á Boðorðin tíu eftir Kieslowski og er ekki frá þvf að kirkjan ætti að nota þá útgáfu til að fá fðlk til að hugsa um hvað boðorðin þýða í okkar samfélagi. Hlýðir þú boðorðunum sjálfur? Ég hugsa að ég geri meira af því núna eftir að hafa horft á þessa þætti. Það er mjög áhugavert að skoða hvaó myndi gerast ef við hefðum ekki þessar umgengnis- reglur við hvert annað. Hvað t.d. gerist ef maður heiðrar ekki föð- ur sinn og móður, og það trausta tryggðarsamband þar á milli sem þarf að vera til að samfélagið gangi upp? Ég held við gerum okk- ur ekki grein fyrir því að í hvert sinn sem við göngum út í samfé- lagið erum við að hlýða Biblíunni. Af þeim sökum er gott að spyr- ja spurninga og endurmeta stöðuna, eins og Kieslowski gerði í þessu eina albesta verki kvikmyndasögunnar. Hvernig finnst þér að vera oróinn helsti keppinautur þíns helsta læriföður, Friðriks Þórs? Ég ift ekki á okkur Frikka sem keppi- nauta. Við erum fyrst og fremst góðir vinir, en þegar tveir sterkir pólar mætast þá staðsetur umhverfið þá mót hvor öðrum. Vænt- umþykjan er miklu sterkari en eitthvert strákslegt keppnisskap. Auðvitað slær í brýnu milli okkar annað slagið og við verðum hund- pirraðir hvor út í annan, ósáttir við það sem hvor okkar er að gera þá stundina. En við eigum báðir jörð fýrir norðan, hittumst þar oft, drekkum saman kaffi og mölum eins og gamlar konur. Förum svo í bæinn og byrjum að skylmast. Þetta er svona ástar- og haturs- samband, en f öllum slíkum samböndum er ástin alltaf yfirsterkari því hún er límið sem heldur fölkinu saman. Leið þér þá ekkert illa á Eddunni þegar þú sópaðir að þér öllum verðlaununum og þurftir að ganga framhjá Frikka sem ekkert fékk? 0, ætli hann hafi ekki átt það inni hjá mérfrá því árinu áður. Ég hafði engan móral yfir því; frekar ástæðu til að stríða honum góðlátlega. GAMAN AÐ VERA ÉG Ertu hættur að leika á sviði? Nei, vonandi ekki. Það er mér mikil ástríða og reglulega fæ ég tilboð um hlutverk sem ég á alltaf jafn-

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.