Ský - 01.04.2003, Qupperneq 35
erfitt meö aö neita. Hins vegar er ógjörningur að koma leikhús-
inu fyrir á sama tíma og maður er aö vinna við kvikmyndir. Ég ver
helmingi tíma míns í útlöndum, svo þaö er vonlaust að á láta þaö
ganga saman meðan sýningakerfið er eins og það er á íslandi.
það þyrfti að breyta því og sýna verkin þéttar. Líkt og í
nágrannalöndunum.
Lifir þú eftirsóknarverðu lífi? Mér finnst ailavega gaman að vera
eg núna. Eitt af því sem ég var þekktur fyrir hefur minnkað í mínu
lífi og vegna mikils álags, og tíðra ferða til útlanda, reyni ég að
njóta allra minna frístunda í faðmi fjölskyldunnar. Við keyptum okk-
nr bóndabæ í Skagafirðinum þar sem við unum okkur í friði og
spekt. Ég á fimm frábær börn og er loksins orðinn nógu þroskaður
til að njóta þeirra. Er orðinn miklu færari en áður að njóta lífsins.
Finnst þér þú lánsamur maður? Já, ég vakna oft hugsandi einmitt
Það. En stundum, í miðju kafi, gleymir maður að vera þakklátur
fyrir það sem maður hefur. Ég vinn við það sem mér finnst
skemmtilegast í lífinu og það er ekki einu sinni áreynsla fyrir mig.
Ég er sívinnandi, en það er mér lífsstíll frekar en vinna.
Hvert er leyndarmálið að velgengni þinni? Það er ekkert leyndar-
mál. Velgengni mín liggur í verkum mínum.
„Uitaskuld þarf að styðja uið bakið á
landsbyggðinni, en það uerður að hætta
að búa til heimatilbúin uerkefni á síðustu
stundu; setja alla bændur í refarækt, setja
upp rafskautauerksmiðju í þessu þorpi og
stálrörauerksmiðju í þuí næsta. Þessi pólitík
hefur uerið reynd til hlítar í Austur-Európu.”
Af hverju er ávallt fremur tæpitungulaust sex í myndunum þínum?
Vegna þess að ég er samkvæmur sjálfum mér. Finnst kynlíf svo
hluti lífs okkar og ekkert til að skammast sín fýrir eða fela. Kynlíf
sínar fallegu og Ijótu hliðar, bæði blíóar og harðar, en ég hugsa
aldrei um það sem eitthvað sem trekkir að áhorfendur. Ég vil ein-
faldiega nálgast samskipti kynjanna á þennan hátt því kynlíf er
órjúfanlegt frá öllum ástarsamböndum. Og öfugt við flesta leikstjóra
er ég er ekki feiminn við að sýna karlana nakta beggja megin.
Sástu þessa velgengni fyrir sem lítill strákur? Já, svei mér þá.
Trúa ekki allir á sjálfan sig?
Nei, nei. Aldeilis ekki. Ekki einu sinni innst inni? Ég var ágætur
að teikna og skrifaði sögur. Hins vegar lokaði ég á teiknigáfuna
mjög ungur. Var tekinn afsíðis í frímínútunum og neyddur til að
teikna mynd fyrir húsvörðinn, vegna þess að ég var sonur pabba
míns og hann vildi eignast mynd eftír Baltasar. Svo sat ég og
svitnaði og teiknaði hús og sól. Ég man alltaf eftir þessu því ég
skammaðist mín svo fyrir myndina sem hann fékk; fannst ég ekki
standast væntingar.
Ertu viðkvæmur fyrir gagnrýni? Já, ég er mjög viðkvæmur og get
orðið virkilega sár. Eins og þegar menn telja mig tækifærissinna
°g gagnrýna út frá slíkri afstöðu. Það sárnar mér rosalega. Á móti
kemur að maður getur ekki gert ráð fyrir því að fólk horfi
uðurn augum á það sem maður gerir. Ég er bara þakklátur ef menn
bera til þess gæfu að geta metið mín verk burtséð frá húsinu mínu
eða bílnum. Ég hef einfaldlega metnað fyrir því að reka fyrirtækíð
mitt vel og skila hagnaði af rekstrinum. Peningar hafa hins vegar
aldrei verið mér drifkraftur. Ég vakna aldrei á morgnana til aó
hugsa um hvernig ég geti grætt sem mest, en vakna hins
iðulega til að hugsa hvernig ég geti gert betri kvikmyndir.
MEIRI íslendingur en margir íslendingar
Hvers konar drengur og unglingur varstu? Ég hef aldrei verið hóp-
sál og af þeim sökum kannski aldrei verið sá vinsælasti heldur.
Var reyndar stundum í slagtogi með gengjum en bíð þess varla bæt-