Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 38

Ský - 01.04.2003, Blaðsíða 38
LAUSGYRTIRÍSLENDINGAR Eru allar mýturnar um lauslæti eyjarskeggjanna í norðri réttar? Nýleg umræða um vafasama ímynd íslenskra kvenna í útlöndum, í tengslum við fáklætt framlag „íslenskra” flugfreyja í Sopranos, og í framhaldi af því hamagangur í kringum meintar ósiðlegar auglýs- ingar Flugleiða, vekja einmitt upp spurningar á borð við þessa. En getur þetta verið? Og eru íslenskar konur eitthvað frjálslyndari en karlpeningurinn? Þórdís Lilja Gunnarsdóttir sökkti sér á kaf í málið. Spurningarnar eru stórar og svörin ekki skýr því aðeins einu sinni hefur kynhegðun íslendinga ver- ið rannsökuð og það var fyrir ellefu árum síðan. Niðurstöður þeirrar kynlífskönnunar sýndu að við erum hvorki lostafyllri né lauslátari en aðrar þjóð- ir, þótt tiltölulega fáum grundvallarspurningum sem snerta áhuga og langanir nútímavíkinga og valkyrja hafi verið varpað fram. En margt hefur gerst síðastliðinn áratug. Árió 1992 voru ekki til á íslandi súlustaðir, erótískar nuddstofur eða bíl- skúrskonur sem auglýstu með opinberum hætti. Þá voru ekki heldur til sex leikfangabúðir fyrir fuiiorðna, sem starfa fyrir opnum tjöldum í Reykjavík, heldur aðeins Rómeó og Júlía og þangað hætti fólk sér sjaldnast inn heldur fékk varninginn sendan heim í ómerktum kössum. Kynlífið er sem sagt sýnilegra en áður; það er komið út úr svefnherbergjunum, en spurningin er: hefur það sem fer fram inni í þeim breyst líka? Unaðssjúkar kynlífsdísir Rannsókn Landlæknisembættisins frá 1992 var unnin í tengslum við alnæmisvarnir. Niðurstöður voru um margt fróðlegar, en mörgum spurningum var enn ósvarað í hugum landsmanna. Ekkert var spurt út í kynhvöt, kynorku, kynlífslanganir, hvað mönnum finnst mest æsandi, hversu oft þeir hugsa um kynlíf, hvenær þeir eru lostafyllstir eða hvernig og hversu oft þeir fá útrás fyrir lostabál- ið. Því er mönnum enn svarafátt þegar þeir þurfa að rökstyðja lauslætisstimpilinn eða svara fyrir fslendinga sem unaðssjúka þjóð því við svo lítið er að styöjast. Ekki þykir verjandi að alhæfa eða taka undir klisjur um kynhegðun sem aðallega eru byggðar á tilfinningu, sögusögnum eða mis- marktæku innsæi. Að baki fullyrðingum þurfa að vera vísindalegar rannsóknir og þar liggur hund- urinn grafinn. Það vantar sárlega ítarlegar og nýj- ar rannsóknir á kynlífi og kynhegðun fslendinga. Þar til nýjar og haldbærar niðurstöður um kyn- hegðun liggja fyrir er erfitt fyrir íslendinga að spegla sig sem kynlífsþjóð og bera sig saman við aðrar vestrænar þjóðir. Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, eini kynfræðingur þjóðarinnar og sá einstaklingur sem mest hefur grúskað í kynlífi mörlandans, vann við gerð rannsóknarinnar 1992. Hún segir að viðhorf og kynhegðun breytist hægt. Því séu nið- urstöðurnar í fullu gildi þar til annað hefur komið í Ijós. Aðrir velkjast ekki í vafa um að kynhegðun landsmanna hafi breyst. Það sé óhjákvæmilegt miðað við stóraukið framboð á kynlífsvöru og þjónustu á fslandi frá því könnunin var gerð. Meint lauslæti íslendinga, og sér í lagi ís- lenskra kvenna, er lífseig mýta. Deilurnar um auglýsingar Flugleiöa og flugfreyjurnar í Sopranos ýföu bara upp gamla umræðu. Sam- kvæmt þessari ímynd er íslenska konan annáluð fegurðar- og kynlífsdís, sem er einkar fjörug, frjálsleg og frökk. Hún hikar ekki við að sofa hjá þegar hana langar til, á sér kippu elskhuga og skammast sín ekkert fyrir það. Vill helst eyða öll- um dögum í rúminu með úthaldsgóðum víkingi Ljósmyndir: PÁLL STEFÁNSSDN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.