Ský - 01.04.2003, Qupperneq 44

Ský - 01.04.2003, Qupperneq 44
SMEKKLAUSAR UINKONUR f suman verður farið yfir skrautlegan sextán ára feril útgáfufyrirtækisins Smekkleysu á viðamikilli sýningu í Listasafni Reykjavíkur. Smekkleysa hefur getið af sér marga framúrskarandi listamenn. Með fyrstu hljómsveitunum sem gáfu út hjá fyrirtækinu voru Sykurmolarnir og Risaeðlan. Henrik Baldvin Björnsson náði tali af söngspírum þessara hljómsveita, vinkonunum Möggu Stínu og Björk. HENRIK: Hvernig kynntust þið? MAGGA STÍNA: Var það ekki bara niðrí bæ? Á Lækjartorgi eða eitthvað? BJÖRK: Jú, var það ekki? MS: Það var sko einu sinni gras á Lækjar- torgi fyrir framan Hressó. Ég veit að sumir vita ekkert um þetta, en við vorum oft þar. B: Já. Víð vissum náttúrlega hvor af annar- ri því við vorum báðar í Barnamúsíkskólan- um áður. Við lentum saman í hðp sem frumflutti verk eftir Atla Heimi. MS: Já, við áttum alltaf að spila öfugu megin á boganum. Það mátti aldrei spila með boganum rétt í því verki. B: Ég var f slagverksdeild og átti að segja ha ha hæ! Ég man alveg ótrúlega vel eftir þessu. En við vorum kannski ekki beint vinkonur þá, við bara vissum hvor af annar- ri, en það var þarna á grasinu fyrir framan Hressó sem þetta byrjaði svona aðeins. H: Og hvernig byrjaði Smekkleysa eigin- lega? B: Smekkleysa varð kannski til þegar hljómsveitin Kukl sprakk í tætlur því að fólk var með mismunandi hugmyndir um hluti, held ég, sérstaklega gítarleikarar. Hún sprakk f loft upp og þá keyptum ég og Þór [Eldonj fbúð af því að ég var ólétt. Þá byrjaði fólk að koma alltaf heim til okkar í kaffi, því við vorum eina fólkið sem átti íbúð; samt var þetta held ég mjög lítil fbúð, 40 fermetrar eða eitthvað svoleiðis. Þá byrjaði fólk úr Medúsu, sem Þór var í, svona aðallega skáld og rithöfundar og málarar líka, súrrealistar og fólk úr leifun- um af Kuklinu, að koma heim í kaffi til okk- ar og hanga þar og halda einhverjar ræður um hvernig ætti að gera hlutina. Síðan held ég að það hafi trompað allt að Bragi Ólafsson, bassaleikari Kuklsins, kom heim frá Spáni. Það kom einhverju mjög miklu af stað. Svo held ég að Ólafur Engilbertsson hafi líka komið frá Spáni og þá var stofnuð Smekkleysa á einhverju fylliríi í stofunni eða eitthvað. Þannig byrjaði þetta og síð- an var ákveðið að allir myndu bara hjálpa hver öðrum að gefa út hvað sem þeir voru að gera. MS: Það var prinsipið sko. B: Ef einn myndi gefa út bók þá myndu all- ir hinir fara heim til hans að líma eða eitt- hvað, og ef annar væri að gefa út plötu þá myndu allir hinir hengja upp plaköt í búð- irnar. Það var svona díllinn. Svo hljóp á snærið hjá okkur þegar Reagan og Gorbat- sjov komu til íslands þetta haust. Allir í heiminum komu hingað út af þessu og þá ákváðum við að gera fyrstu Smekkleysu- póstkortin. Hann Friórik Erlingsson, gítar- leikari í Purrknum, vatnslitaði svona friðar- mynd af Reagan og Gorbatsjov, sem var náttúrlega kannski öfugt við það sem okk- ur fannst. Það var svona smekklaust að gera svona kort en þetta varð að metsölu- póstkorti og seldist allt upp og við grædd- um rosapeninga á þessu og þá held ég að það hafi verið ákveðið að Smekkleysa yrði formlega til. Og svo sprakk Grammið nátt- úrlega Itka sama sumar þannig að það var eiginlega endurstokkun. Allar þessar hljómsveitir og rithöfundar og allt fólkió sem vildi gera eitthvað, það endaði ein- hvern veginn þarna. Sem sagt fólkið sem vildi ekki fara út í það að taka lán og kaupa íbúð og eiga börn og svona. MS: Soldið eins og að vera í partí: Ætla bara aðeins að vera lengur. B: Þá varð til Risaeðlan og Ham. MS: Ég man náttúrlega aldrei neitt, ekki ártöl, ekki neitt hvenær hvað gerðist, bara veit ég var þar. Risaeðlan? Ég veit ekki einu sinni fyrir hvaða tilstilli hún varð til; þetta var einhvern veginn bara svona. Allir voru alltaf bara saman og það kom ein- hvern veginn bara ekkert annað til greina, úr því það átti að fara að búa til plötu. Það var aldrei nein spurning. Það var ekkert verið að fara að tala annaðhvort við Árna Johnsen eða Jón Ólafsson. Þetta var ekk- ert þannig. Það voru engar spekúlasjónir í kringum þetta. Bara gera geðveikt lag og gefa þaó síðan út og halda áfram að vera hress sko! Eitthvað svoleiðis. H: Og hvenær og hvernig var farið út í er- lenda útgáfu?? B: Árið 1986, á afmælinu mínu, þá kom Af- mæli út, en það kom bara út á íslensku, og svo lenti það einhvern veginn óvart hjá ein- hverjum blaðamanni hjá Melody Maker eða NME. Við vissum ekki einu sinni að hann hefði haft það, en það var valið lag vikunn- ar og þá byrjaði allt. En þessi plata var gef- in út í fimm hundruð eintökum, þetta var smáskífa sko, sjö tomma, og ég held að það hafi selst þrjú eða fjögur eintök hérna heima. Svo asnaðist einhver með hana út og þegar hún var valin smáskífa vikunnar þá kveiktu einhvern veginn allir á þessu hérna heima. MS: Ef þetta kemur aftan á Mogganum, þá! (smellir fingrum) B: En ég held að Byggingin eftir Jóhamar hafi verið fyrsta útgáfan. Við héldum nefni- lega fyrst að við myndum gefa mest út bækur af því að þetta voru allt rithöfundar: Jóhamar, Jón Gnarr, Þór, Bragi, Sigurjón, þetta voru allt meira rithöfundar. Poppið var meira á kvöldin og um helgar. MS: Eftir þetta var allt mikið í samkrulli og þá varð það úr að við gáfum út einhverja fjögurra laga plötu sem var líka gefin út í Englandi, held ég, ogjafnvel Ameríku, eða var það bara stóra platan? En þetta var einhvern veginn bara óreiðustemning sem átti upp á pallborðið, en átti það kannski heldur ekki upp á sama tíma. Þetta var þröngur hópur einhvers staðar annars stað- ar sem fannst þetta líka skemmtilegt og við fórum bara í allsherjar skemmtiferðir út að spila og svona. Það var aldrei neitt skipulagt. Allir mega bara gera það sem þeir vilja og hinir bakka þá upp. Það er sennilega besta lýsingin á því og þar er kannski bara allt sem þarf. B: Og síðan var einhver munnlegur samn- ingur um að ef það yrði ágóði þá skiptist hann 50/50. Ég man í den, þegar George Michael var hjá Sony, þá var hann að reyna að breyta því úr 6 prósentum. MS: í sjö kannski...? B: Og var í margra mánaða málaferlum. MS: En ég held að þaó væri einhvern veg- inn aldrei möguleiki á að gera neitt með 42 SKÝ MEÐ MELÓDÍUR í HAUSNUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.