Ský - 01.04.2003, Síða 47

Ský - 01.04.2003, Síða 47
öðrum hætti, þú veist, en með fullum vilja allra viðstaddra til þess að gera eitthvaö fallegt. Það er ekki, held ég, hægt að gera suma hluti öðruvísi eins og manns eigin hjar- tans tónlist öðruvlsi. Viðskiptahugsunin var einhvernveginn ekki alveg inn í myndinni, allaveganna frá mínum basjardyrum séð. Þetta er líka þannig hópur af fólki að ef það væri ekki að gera þetta væri þaó samt að hanga saman, alltaf. Hvað ert þú að gera núna? Ja, ég er náttúrulega bókavöröur. Þetta er svo viröulegt starfsheiti að ég nefni það fyrst! Og svo leik ég fyrir dansi með undirleikandi þolkahljómsveitinni hr.ingi.r, og stundum leik ég líka fyrir te- boð, afmælisteboð, með rússneskri hljóm- sveit sem heitir Strengir. Og stundum t kokkteilboðum með einum undirleikara og svo vinn ég í útvarþinu stundum. Og Björk, þú ert að æfa fyrir heimstúr? á, þetta er eiginlega skottiö á túrnum sem ég ætlaði að fara í síðasta sumar en svo bara allt í einu bara óx ég og óx ég í allar áttir [innsk. Björk fæddist dóttir í vet- ur], þannig að í sumar verða þetta svona þrír mánuðir. Evrópa einn og hálfur og Jaþ- an bara einir tónleikar og stðan mánuöur í Amertku. Við erum bara að spila á festivöl- um, það hefur alltaf veriö svona gulrótin, þú veist. Maður heldur alla skrýtnu tónleik- ana fyrst. Stðast voru þetta meira óperu- hús, eiginlega fleiri á sviðinu heldur en áheyrendur. Það var eiginlega soldið indul- gent\ Þannig að þess vegna sþilar maður alltaf á festivölunum, svona til að réttlæta allt; alla sérviskuna. Þá eru þara allir slag- ararnir spilaðir, flugeldar, „we will rock you" og headbangað... Og svo eru náttúr- lega hundrað aðrar hljómsveitir á þessum festivölum svo að það er ekkert sándtékk, maður bara labbar á sviðið og er hress. Og ef það bilar allt, þá bara er maður ennþá hressari! Og við spilum ekkert voða mikið af viðkvæmum fiðlulögum og svona, það gerir sig ekki. Það er þvt svona rokksumar sem er framundan. Og ertu byrjuó að vlnna í næstu plötu? á, einmitt í dag. Margrét, má ekki upp- Ijóstra þvf? Jú, það má alveg. Margrét er búin aö taka að sér kór- stjórn. Einu vopnin sem ég mun reyna að skarta eru hrísvöndur og svipa, því ég er einhvern veginn alveg nýgræðingur í kór- stjórafaginu. Þetta er það eina sem mér datt t hug; að taka með mér svipu. Að þessu sinni eru svo engir Inúítar t kórnum. Krummi svaf í klettagjá er inntökuprófiö núna. Við erum aðeins að mjókka þilið á milli menningarheima. Við tölum sama tungumálið. En við erum að prófa þetta í fyrsta skipti t dag... Þannig aö maður veit ekki alveg hvert það fer. Maöur verður fyrst að gá sko. Þetta eru fyrstu skrefin í dag. Þetta gekk samt alveg Ijómandi vel með strengjaoktettinn. Þau ætluðu einmitt að koma núna á túrinn, íslendingarnir átta sem spiluðu með mér fyrir nokkrum árum. Það er eiginlega alveg ótrúlegt hvað hægt er að gera klassíska fiðluleikara að miklum rokkurum. Það er alveg makalaust! Já, ég var voða kát þegar þeir voru aft- ur til í þetta. Ég held aö það sé lítið head- bangað hjá þeim til dæmis, en þau voru til í aö koma aftur. í rokksumar. Tekur þú ekkl líka í fióluna stundum, Magga Stína? Ég er farin aö taka soldið mikið í hana heima hjá mér, sem ég gerði aldrei, því ég hef alltaf verið í svo ótrúlega einkennilegu tilfinningasambandi við fiðluna mfna. Þeg- ar ég hætti að læra á fiðlu, þá ákvað ég að ég myndi aldrei nokkurn tíma snerta hana aftur. Svo lá hún bara í kassanum fyrir framan mig, ég skildi hana samt aldrei við mig. Hún var þar þangað til ég fór t rokkið og fór að spila rokkfiðlu og þá æfir maður sig náttúrlega aldrei heima. Það er annað prinsipp sko. Maöur á svo erfitt með sig tilfinningalega! Það er bannaö að æfa sig heima ef maður er í rokkinu. En nú stelst ég stundum til að semja lög heima hjá mér og ég er farin að gera það alltaf á fiðluna. Og þá neyðist ég til þess að spila soldið mikið á hana og það er algjörlega æðis- legt, það er alveg guðdómlegt. Það er sold- ið svona eins og að loka hringnum, „haltu mér, sleþþtu mér" - hringnum, en það er al- veg æðislegt. Ég er oröin svo forvitin, mig langar svo að heyra þetta! Já, þetta er voða gaman. Þetta gerir eitthvað fyrir mann hér [bendir á hjarta], það er eitthvaö voða mikið Rússland að þvælast í mér. Þetta er þvt það eina sem ég geri við fiðluna mína. Ég spila stundum á hana heima hjá mér en ekki á böllum eða neitt sltkt. Ég bara syng í míkrófón þegar ég leik fyrir dansi. Kannski get ég samein- að þetta allt einhvern tíma. Bæði sþilað heima, stjórnað kór í rússnesku lagi... eft- ir Björk... t polkastíl... o Og hvað er framundan? Ég veit það ekki og það er best. Kannski fer ég reyndar að spila á festivali t Osló. Ég er bara að gera þessa plötu. Ég er svo heppin að því að ég hitti þennan bassa- leikara í Flock of Pink Indians og er ennþá að vinna með honum [sá er Derek Birkett, stofnandi One Little Indian, útgáfufyrirtæk- is Bjarkar frá upphafi og Sykurmolanna á sínum ttma]. Ég held að fyrirtækið hans sé hugmyndafræðilega séð enn rekið af svefn- herbergisgólfinu hjá honum. Ég hef aldrei haft neina pressu frá honum, þetta er bara þannig að þegar platan er tilbúin, þá er hún sko tilbúin. Og ertu að vinna á protools (upptökufor- rit fyrir tölvur) eins og allir? Það er alltaf sama debattiö hvað á að vinna á sko. f gamla daga var það alltaf hvort analog eða digital væri betra. Og núna er það hvort það sé protools eöa e- logic eða cubase. Maður verður rauður t framan þegar maðurtalar um það. Protools var mjög gott fyrir Vespertine, plötuna sem ég geröi stðast, af því að þá var allt svo rosalega klippt og þetta var ekki byggt á einhverjum taktaboxum eins og mikið af danstónlist er gerð, heldur var þetta meira byggt á svona hendingum og frösum, sem maður klippti bara og gat púslað saman - þá var protools æðislegt. En svo eru nátt- úrlega allir í kringum mig að svissa yfir í e- logic. Síðan er það ógeöslega kúl t þrjú ár, svo kemur eitthvaó annað. Er ekki bara best aó halda sig við fjög- urra rása tækið? Ég hef alltaf veriö dáldið hrifin af því. Það kemur alla vega hugmyndinni á fram- færi. □ Ég hef Itka oft bara unnið á það forrit sem sá sem er að vinna með mér notar. Ef maður hefur trú á einhverju lagi er hægt að taka það upp á hvað sem er. Við vitum að Magga Stína semur á fiðlu, en þú? Ég sem mest melódíur t hausnum á mér. Ég var svo lengi í hljómsveitum, þar sem mátti ekki vera eigingjarn, og það varð bara svona aó djöflinum að vera með ein- hverja einkaframleiðslu í gangi, maður átti að vera svo mikil hóþsál. En ég stalst alltaf til í að semja í boxið hérna [bendir á hnakkann] og ég get ekki hætt því. Ég er einmitt með fullt af diktafónum í gangi til að koma þessari framleiðslu minni „in open air’’ en það bara á aö vera þarna í leyniboxi, svo að ég er alltaf að hraðspóla á milli melódía. Ef ég vil viðra mig fer ég út að labba og syng og þassa að enginn heyri t mér. Rok og rigning ertil dæmis mjög gott. Henrik Baldvin Björnsson er söngvari Singapore Sling og lausapenni Skýja í frístundum. MEÐ MELÓDÍUR t HAUSNUM SKÝ 45
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.