Ský - 01.04.2003, Side 52

Ský - 01.04.2003, Side 52
fréttir af sömu aðilum og þær jafnvel tor- tryggðar. Þetta hefur verið kallað ómeðvit- uð, innri ritskoðun og talið að hún eigi sér stað jafnt hjá einstaklingum sem heilu rit- stjórnunum. Fréttablaðið byggir afkomu sína alfarið á auglýsingatekjum, líkt og Skjár einn, og um- ræðan um meinta eigendur þess og hags- munatengdan fréttaflutning af þeim var há- vær á tímabili. Nú hefur stjórn blaðsins upp- lýst að helstu eigendur Baugs eigi í raun stóran hlut í blaðinu, auk þess sem fyrirtæki Baugsveldisins eru á meðal stærstu aug- lýsenda á síðum þess. Þegar við þetta bæt- ist að ritstjóri blaðsins, Gunnar Smári Egils- son, er einn af meðeigendum Baugsveidis- ins í blaðinu, liggur nærri að spyrja hann um möguleika ritstjórnar þessa víðlesnasta dagblaðs landsinstil að bjóða lesendum sín- um upp á hlutlæga umfjöliun þar sem þessir aðilar eiga í hlut. „Kenningin um innri ritskoðun gengur út á að hún sé alltaf til staðar," segir Gunnar Smári, „og því er í raun lítið við henni að gera annað en að hafa skýrar starfsreglur til að styðja sig við. Við á Fréttablaðinu höldum okkar siðaskrá og höfum birt hana opinber- lega. Lesendur eiga því að geta metið verk okkar; bæði út frá eigin sjónarhóli og út frá þeim reglum sem við vinnum eftir. Efa- semdamenn geta hins vegar alltaf skemmt sér yfir mögulegri innri ritskoðun. Á meðan það er fólk sem skrifar fréttirnar verður það svo að vera.“ Að selja Auglýsingar og auglýsingatengt efni f fjöl- miðlum er eitt. Keppni fjölmiðlanna um þetta efni og fjármagnið sem því fylgir er annað og sú keppni hefur í raun haft mun víðtækari áhrif á ritstjórnarstefnu fjölmiðl- anna en hitt sem fyrr segir, því til að ná aug- lýsendum á sitt band þurfa fjölmiðlarnir að höfða til fjöldans - og auglýsenda. „Fjölmiðlar í dag eru flestir nútímahlutafé- lög sem þurfa að skila hagnaði og því eðli- legt að þeir reyni að haga ritstjórnarstefnu sinni þannig að hún höfði til sem flestra," segir Jónas Kristjánsson, ritstjóri Eiðfaxa og fyrrverandi ritstjóri og meðeigandi DV. „Þeir þurfa að setja efni sitt fram á þann hátt að fólk vilji nota það.“ Ritstjóri Fréttablaðsins tekur í sama streng. „Við á Fréttablaðinu þjónum 175.000 les- endum og framsetning og val á efni ræðst af þessum mikla fjölda. Það sem á við á minni miðli með afmarkaðri hóp þarf ekki að eiga við hjá okkur - og öfugt. Þetta liggur í eðli fjölmiðlunar, menn eru ekki að tala við sjál- fa sig heldur aðra. Svipmót miðilsins ræðst síðan af hverjir þessir „aðrir" eru; hversu misleitur eða einsleitur sá hópur er, hversu fámennur eða fjölmennur. Áskorun okkar Hefðbundin blaðamennska miðaði að því að segja fólki það sem blaðamenn töldu að það þyrfti að vita, það sem átti erindi við það. í dag gengur blaðamennska hins vegar út á að segja fólki það sem talið er líklegt að það vilji heyra. Kathleen L. Valley, aðstoðarprófessor við Viðskiptaháskóla Flarvard. sem vinnum á miðlum með breiða skírskot- un er að halda sem flestum lesendum án þess að leiðast út í staðlað og bragðlaust skyndibitafæði." En það sem þeim félögum finnst bæði rétt og eðlilegt er áhyggjuefni í hugum annarra. Joseph Coyle, fyrrverandi ritstjóri Money Magazine, ritaði fyrir fimm árum grein í bandaríska fagtímaritið Columbia Journalism Review sem hann kallaði „Ritstjórinn sem sölumaður" (Now, the Editor as Marketer). Þar vitnar hann m.a. í Kathleen L. Valley, aóstoðarprófessor við Viöskiptaháskóla Harvard. Hefðbundin blaðamennska, segir Valley, miðaði að því að segja fólki það sem blaðamenn töldu að það þyrfti að vita, það sem átti erindi við það. í dag gengur blaða- mennska hins vegar út á að segja fólki það sem talið er líklegt að það vilji heyra og áherslan á framsetningu efnisins er í síaukn- um mæli farin að skyggj'a á mikilvægi inni- haldsins, að mati Valley. „Þeir fjölmiðlar sem vilja hafa almenna skfrskotun miða að því að ná sem mestri at- hygli sem flestra," segir Gunnar Smári þeg- ar þetta er borið undir hann, „en auðvitað geta menn snúið þessu á haus ef þeir vilja og sagt að menn vilji búa til sem mesta pen- inga. Það væri hins vegar siakur mælikvarði á fjölmiðlun ef hún væri betri eftir því sem hún næði til færri og vandaðri eftir því sem áhrifin væri minni. Besta aðferð blaðamanna til að búa efni sem margir hafa áhuga á er að nota hið almenna í sjálfum sér sem við- miðun. Það er nefnilega svo að þótt við séum ólfk þá erum við líka ósköp svipuð. Blaðamaður sem horfir fram hjá þeim 2 pró- sentum sem aðskilja hann frá öðru fólki og hlustar á hin 98 prósentin getur búið til gott efni sem nær til margra. Blaðamaóur sem notar 2 prósentin sín býr til gott efni handa fólki sem er alveg eins og hann en það flýt- ur oftast fram hjá öllum hinum." En þá hlýtur maóur að spyrja á móti, væri ekki best ef blaðamaðurinn notaði öll 100 prósentin? Línudans Fjölmiðlar hafa alltaf leitast við að auka út- breiðslu sína, spurningin er bara hvernig og á hvaða forsendum það er gert. Þótt frétta- flutningur hafi breyst nokkuð til batnaðar á síðustu árum og áratugum f íslenskum fjöl- miðlum þá hefur hin raunverulega bylting orðið annars staðar. f blöðum sem áður ein- beittu sér fyrst og fremst að fréttaflutningi og þjóðmálaumræðu svo dæmi sé nefnt er ekki lögð aðaláhersla á að bæta og auka fréttaflutninginn til að laða að nýja lesendur til að selja auglýsingar, það er efni sem tengist lífstíl, slúðri og afþreyingu sem hef- ur margfaldast. Fréttamiðillinn hefur breyst í frétta- og afþreyingarpakka á grundvelli þrotlausra markaðsrannsókna á því sem al- menningur vill. Á góðum degi fyllir hefðbund- ið frétta- og fréttatengt efni þriðjung dálksentímetranna í þessum blöðum og fjórðungurtelst yfirleitt nokkuð gott hlutfall. Afgangurinn er fróðleikur um vín og veg- spotta, spjall við lipra leikfimikennara og brennheitar „fréttir" af bólförum Hollywood- stjarna og svo auðvitað auglýsingarnar, sem allt snýst um. Fréttir og fréttatengt efni Ijós- vakamiðlanna hafa heldur ekki farið varhluta af þessari þróun og margir spyrja sig hvaða áhrif það hefur á trúverðugleika miðilsins. „Það hefur komið fram gagnrýni á ýmsa fréttamiðla, og þá kannski ekki síst frétta- stofur sjónvarpsstöðva, í þá átt að fréttatím- ar þeirra séu að þróast yfir í skemmtiefni á köflum,” segir Þorbjörn Broddason. „Menn verða að hafa leiðarljósið á hreinu, til hvers þeir eru að þessu ef fréttatímarnir eru fuliir af hégóma. Hlutverk fréttamiðla sem taka sig alvarlega er ekki að hlaupa á eftir því sem fólkið vill, heldur að segja þær fréttir sem segja þarf. En auðvitað er erfitt að sitja í fréttastjórastólnum með eigendurna á bak- inu og horfa á eftir áhorfinu hverfa eitthvað annað," segir Þorbjörn. „Litlir fjölmiðlar hafa engin efni á að halda í slík prinsipp, en þeg- ar stóru miðlarnir eru farnir að færa fólkinu brauð og leiki í stað þess að fjalla um það sem máli skiptir gegnir öðru máli, að ekki sé minnst á það þegar stríð og þjáningar eru nánast matreidd sem skemmtiefni og telj- ast meiri fengur fyrir auglýsingadeildina en fréttastofuna." Ævar ðrn Jósepsson er rithöfundur og lausapenni, búsettur í Mosfellsbæ. 50 SKÝ PRINSIPPIN & FJÖLMIÐLARNIR

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.