Ský - 01.04.2003, Page 55

Ský - 01.04.2003, Page 55
Ljósmyndir: PÁLL STEFÁNSSON AL FRESCO* Á vorin streyma íslendingar út úr húsum sínum, það gerum við líka í þessum blaðauka og skoðum ytra byrði híbýla okkar; viðhald, nýbygg- ingar og endurbætur. Hvaða möguleikar eru til dæmis í klæðn- ingum utanhúss? Er það viður, steinn, málmur eða jafnvel bara ný umferð af málningu? Og hvaða litir koma þá til álita? Er kannski kom- inn tími til að endurnýja svalahand- riðið, þakjárnið eða rennurnar? Og hvað um veröndina, á að setja hell- ur á hana, eða ætti hún kannski að vera úr tré? Þetta eru dæmi um spurningar sem við veltum upp og leitum svara við hjá fagmönnum um hönnun og framkvæmdir. En þótt meginfókusinn sé utanhúss erum við ekki eingöngu undir ber- um himni heldur bregðum okkur einnig á stærstu og virtustu hús- gagnasýningu heims Salone del Moblle, sem haldin var í Mílanó í vor. *ftalska, úti undir berum himni. ALLIR REGNBOGANS... íslensk hús eru þekkt fyrir mikla litadýrð. En henta allir litir íslenskri birtu og veðri? Ský spurði sérfræðingana álits. Elín Kjartansdóttir, arkitekt „Mér finnast pastellitir vonlausir á íslandi, þaö hefur eitthvaö með birtuna að gera. Sjáöu til dæmis Bryggjuhverfið eða fáðu þér bíltúr til Grindavíkur og sjáðu alla litadýrðina þar, mér finnst þeir flestir skelfilegir. Mér finnast frumlitirnir, gulur, rauður, grænn og blár ganga yfirleitt miklu betur hér. Maður sér glögglega á gömlu bárujárnshúsunum hvað mörg þeirra eru fín t sterkum litum. Stð- an er hvítur alltaf klassíkur og gráir tónar líka. Jarðarlitir ganga líka yfirleitt vel á ís- landi. Hvttur er mikið ofan á þessa dagana, bæði í utan- og innanhúshönnun." Thelma Björk Frióriksdóttir, hönnuður „Það er erfitt að segja að einhver einn litur sé í tísku enda veróur aö skoöa formið á hús- inu og byggingartíma. Hvttt er alltaf t tísku, einnig grátt, og báöir litirnir henta veðurfar- inu hér vel. Svartur, bæsaöur viöur er mjög fallegur og við mættum sjá meira af honum, ásamt þvt að blanda rauðum og bláum litum við hvtt hús.” Vigfús Gísiason, sölustjóri hjá Hörpu-Sjöfn „Það sem er vinsælt þessa stundina eru þeir litir sem finnast t náttúrunni. Litir sem draga dám af sandi, fjallshlíð, lyngi og alveg yfir í Ijósa húðliti. í erlendum litakortum heita sumir þeirra eftir dýrahúöum. Sterkir litir eru minna teknir núna, enda finnst mér persónu- lega að ef liturinn á aö vera lífseigur þá á hann að fyrirfinnast í náttúrunni.”

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.