Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2022, Page 108
töldu heil 74% (af 710 málhöfum) þessa setningu tæka (en aðeins tæp
11% ótæka).
Málhafarannsóknir kanna hvort tilteknar segðir séu tækar eða ótækar,
ekki hvort þær séu málfræðilegar eða ómálfræðilegar. En sambandið á
milli tækra og málfræðilegra segða er ógagnsætt. Það eru mörg dæmi um
það í málsögunni að setningar sem eitt sinn voru ótækar eða komu a.m.k.
ekki fyrir í heimildum hafi orðið mörgum tækar og e.t.v. málfræðilegar.
Eitt slíkt dæmi er nýja þolmyndin svokallaða: Það var kosið hana í staðinn
fyrir Hún var kosin o.s.frv.
Það hvort setning er tæk eða ótæk er sem sé ekki óræk sönnun þess
að hún sé málfræðileg eða ómálfræðileg. Tíðni felur ekki heldur í sér örugga
vísbendingu um „málfræðileika“. Mér vitanlega er eftirfarandi máls grein
dæmalaus: Konan sagði við manninn að hann ætti að hunskast út. Hún
finnst í öllu falli ekki á netinu (þótt þar megi hins vegar finna ýmis dæmi
um ómálfræðilegar yrðingar). Vel má vera að hún hafi aldrei áður verið
sögð eða skrifuð og verði það heldur aldrei aftur, en hún gæti verið skrifuð
eða sögð óforvarandis, hvenær sem er, og jafnvel endurtekin þúsund sinn-
um, af því að hún er málfræðilega kórrétt.
7. Niðurlag
Niðurstaðan úr minni litlu „málfræðingakönnun“ kom mér ekki á óvart.
Hún er í fullu samræmi við það sem málfræðingar hafa hingað til verið á
einu máli um, sem sé að vísandi núllfrumlög séu ótæk og því „ekki til“ í
nútímaíslensku. Þetta stangast þó algerlega á við niðurstöðurnar úr net-
könnuninni; þar kom í ljós að margir þátttakenda voru á því að núllfrum-
lagssetningarnar væru eðlilegar, mismunandi margir eftir setningum, en
tæplega 40% samþykktu þó þá núllfrumlagssetningu sem hlaut bestar
undirtektir.
Ég tel ekki augljóst að vísandi núllfrumlög brjóti gegn íslenskum setn-
ingareglum, séu ómálfræðileg. Öll dæmin um núllfrumlögin sem ég hef
rekist á eru auðskiljanleg, jafnvel án undanfara, og oft duga sagnendingar
einar til þess að unnt sé að túlka þau tvímælalaust, a.m.k. í 1.p.flt. Og
íslenska hefur ekki almenna „frumlagskvöð“, heldur leyfir hún ópersónu-
leg núllfrumlög og frumlagseyður í aukasetningum við ákveðnar að -
stæður, þ.e. þegar frumlagið er fært upp í aðalsetninguna með spurnar-
færslu eða kjarnafærslu, eins og í (19a) og (19d). Tvö dæmi í viðbót: Hverjir
heldur þú að __ verði kosnir?; Þessir frambjóðendur held ég að __ verði varla
kosnir (sjá t.d. Maling og Zaenen 1978). Frumlagseyðurnar þarna eru svo-
Halldór Ármann Sigurðsson108